Matarlitur hefur alltaf farið úr fötum hjá mér. Nema kannski ef hann er alveg óblandaður, hef ekki mikla reynslu af því. Ég man bara þegar ég var í vatnsbyssustríði með lit og það fór allt úr. Sýróp ætti líka að fara. Annars bara setja eitthvað blettahreinsidæmi á það. Eða er það ekki bara nánst hreinn sykur? Allavega, ef það er einhver fita í sýrópinu eða eitthvað þannig, er besta ráðið að setja uppþvottalög til að ná blettinum.