það fer ekkert meira í taugarnar á mér en fólk sem kann ekki að virða skoðanir annara.

Afhverju má ekki trúa á það sem það vill í friði? Ég veit alveg að biblían er ekki með öllu sönn og allt það. En þarf fólk virkilega að berjast við að sanna hvert einasta smáatriði vitlaust í þessari bók? hvað fær fólk útúr því?
Sko allavega í mínum skilningi þá er t.d. byrjun biblíunar, sagan um Adam og Evu EKKI STAÐHÆFING heldur er þetta saga til að reyna gefa fólki hugmynd um hvernig fólk öðlaðist eigin skilning og eigin skoðanir.
Mönnum fannst bara skemmtilegra að setja það í söguform í staðin fyrir að segja ‘'þetta er bara svona’'

Svo sér maður svona í annarri hverri viku hvernig fólk reynir að skrifa rosalega formlegar greinar að gera Guð í samanburð við eitthvað annað.
Einsog þessi nýlegasta sem ég sá þá er einhver ‘'alvitur heimspekingur’' að líkja Guð við jólasveininn.

Mér er nákvæmlega skítsama hvernig fólk vill lifa sínu lífi og hvað það kýs að gera í sínu lífi.
Trú er eitthvað sem maður kýs fyrir sjálfan sig.
Í minni reynslu þá eru Guð og Jesú EKKI bara einhverjir galdrakarlar úr fortíðinni einsog sumir vilja halda fram.
Ég kýs frekar að skapa mér mína eigin ýmind á hvernig þeir eru og hvernig þeir hafa áhrif á mitt líf. Það er ekki til neitt sem heitir æðri máttur nema að ÞÚ viljir að það sé til.

Fólk er held ég ekki alveg að skilja meininguna með orðinu Trú. Trú er eitthvað til að hjálpa þér og halda þér gangandi í gegnum erfiðleika með að hafa TRÚ á sjálfum þér, ekki trú á kalli á skýjahnoðra.

Afhverju má ekki leyfa fólki að hafa það fyrir sig? Það þarf alltaf að vera drulla yfir allt sem gerist.

En það er víst ekki nógu cool að trúa á eitthvað, betra að vera bara harður nagli.

Ég hef mikin áhuga á alskyns metal, þá sérstaklega Power, Black og Death metal. En jafnvel þótt metalhaus sé þá býður mér samt við því að fólk skuli vera hvetja annað fólk til að skrá sig úr þjóðkirkjunni.

Viljiði ekki bara bjóða mér að skrá mig útaf þessari plánetu í leiðinni?Þið sem viljið að allir hætti að trúa á allt. Gangi ykkur bara vel með það.
Ég hinsvegar ætla að lifa MÍNU lífi í staðin fyrir að vera alltaf að skipta mér af öðrum í kringum mig.

Takk fyri
So does your face!