Já, veistu. Ég er búin að heyra þetta oft og sjá þetta oft á mismunandi stöðum. En núna var ég að gera líffræðiverkefni og svipuð spurning kom upp. Þá fann ég í bókinni minni að við tökum umframprótín, fjarlægjum niturhlutann og losum hann í þvagi, hinum hlutanum af prótíninu breytum við í forðafitu. En svo var ég líka að komast að því að ég vil eiginlega ekki treysta þessari bók, svo ég veit ekki hvað ég á að halda. En ég veit að þetta kom ekki skýrt fram, fyrirgefðu.