Ég er í skóla, ég bý í “skóla” (Reyndar eiginlega næsta bygging - heimavistin). Ég elska skóla og ég hef aldrei haft það jafn gaman og í menntaskóla. Ég er líka mjög forvitin og metnaðargjörn og langar að læra fullt af hlutum. Það er svona aðallega ástæðan fyrir að ég er í skóla. Jú, kannski, ef ég er heppin, enda ég með fullt af peningum í framtíðinni. Þá er það plús. Kannski ekki, þá verður bara að hafa það :) Ég myndi ekki skemmta mér betur án skóla. Jú, mér finnst gott að fara í frí, en...