Þú hlýtur samt að sjá að það er langt því frá sami hluturinn, þ.e. vændi og klámmyndaleikur. Hvað með leikkonu sem leikur vændiskonu og í atriðum þar sem leikna vændiskonan er með kúnna, er allt sýnt, jafnvel í minnstu smáatriðum. Það myndi vissulega flokkast undir klámatriði (eða erótískt eftir atvikum), en er leikkonan þá vændiskona eða er hún ennþá bara að leika? Ég myndi segja að hún væri bara að leika vændiskonu, en þú myndir þá væntanlega segja að hún væri vændiskona sjálf?