Tölva / Talva Það er mikið um þetta mál talað jafnt hér á huga, annarsstaðar á netinu sem og í samfélaginu.

Álit fólks á þessu máli virðist skiptast í þrennt. Það eru þeir sem segja “talva” og standa fast við það að það sé ekkert að því að rita og segja orðið “talva”
Það eru þeir sem segja “talva” og halda því fram að orðin séu jafngild
Svo eru það þeir sem sega “tölva” og halda því fram það sé hið eina rétta..

Nú eiga áræðanlega margir eftir að stökkva upp á nef sér þegar ég segi ykkur það að þeir sem eru þarna neðstir á listanum hafa rétt fyrir sér.

Orðið, sem var valið á þetta fyrirbæri sem tölvan er, er tekið úr tveimur orðum: “Tala” og “Völva”.

Misskilningurinn er fólginn í nákvæmlega þessari skiptingu. Þeir sem segja “talva” og standa fastir á því að það sé rétt málfar taka beygingarreglurnar af orðinu “tala” en ekki “völva”. Það eina sem orðið “tölva” tekur frá orðinu “tala” er “T” sem er í byrjun orðsins. Annað tekur “tölva” frá “völva”.

Rétt beyging orðsins er sem fylgir:
—- et. ——- ft.
nf. – tölva – tölvur
þf. – tölvu – tölvur
þgf. - tölvu - tölvum
ef. – tölvu – tölva


Það er einhverskonar misskilningur nú á ferðinni að þróun tungumálsins segi það að “talva” sé orðið málfræðilega rétt sem “slanguryrði”.

Slanguryrði verða sjaldnast málfræðilega rétt og svona breytingar í tungumálum taka oftar en ekki mörg ár að koma í gegn.

Fyrir þá sem eru ekki ennþá sannfærðir um að þetta sé rétt bendi ég á eftirfarandi síður:

http://visindavefur.hi.is/?id=4206

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1013

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4873

GIS