Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

davido
davido Notandi frá fornöld Karlmaður
50 stig Sambandsstaða: Ekki á lausu
Hefur áhuga á: Konum
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001

Re: Stækkun álversins hafnað!

í Deiglan fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Skemmtileg lesning :)Þetta voru þá ekki með öllu tilgangslaus skrif :)

Re: Áróðursmynd frá alcan

í Deiglan fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Þarna ert þú að gefa þér tóma steypu ;) Það stendur þarna, með ekkert svo litlu letri, að þetta séu ársmeðaltöl.

Re: Stækkun álversins hafnað!

í Deiglan fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Þú veist það alveg sjálfur (eða hvað?) að þeir sem láta sér annt um málið eru mun líklegri til að kjósa. Þeim sem voru á móti stækkun var þetta hitamál, á meðan mörgum (flestum?) þeirra sem voru fylgjandi stækkun var svona meira sama. Í raun er mesta furða hve margir sem voru fylgjandi stækkun mættu þó til að kjósa :) Hins vegar var ég ekkert að reyna að afsanna það að stækkuninni hafi verið hafnað - bara að benda á þá (líklegu) staðreynd að meirihlutinn var ekki endilega á móti stækkun,...

Re: Stækkun álversins hafnað!

í Deiglan fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ekki mitt vandamál - ég er bara að benda á hið augljósa :) Kannski menn hefðu þurft að hugsa lengra fram í tímann þegar álverinu var seld þessi lóð sem það er á núna. Hins vegar var það ekki gert og þá verða menn að taka á því einhvernveginn. Hins vegar er út í hött að gera álverið að vonda aðilanum í þessu máli - þeir eru fórnarlamb ef eitthvað :) Annars hef ég aldrei skilið hver vandinn er með þetta álver. Er ekki öll mengun frá því langt undir öllum öryggisviðmiðum? Samt, eins og ég sagði...

Re: Stækkun álversins hafnað!

í Deiglan fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Það sem ég meint var að álverið mun aldrei fara inn í bæinn. Það er bærinn sem hefur byggst nær álverinu og svo segja menn allt í einu: “Hey, þetta álver er alltof nálægt bænum! Það verður helst að fara.” Kannski menn hefðu átt að huga að því þegar bærinn var byggður í þessa átt, að það væri álver þarna? Kannski fólkið sem vill ekki búa nálægt álverinu, hefði átt að hugsa um það að álverið var þarna þegar það keypti íbúðirnar sínar? Hmm… bara svona pæling ;)

Re: Hjálp við fylki í C#

í Forritun fyrir 18 árum, 3 mánuðum
En það var það sem ég var að benda þér á ;) Komment á að segja til hvers viðkomandi lína, eða bútur er, ekki bara hvað verið er að gera - þú sérð alveg hvað verið er að gera með því að skoða kódann bara :) Það er einfaldlega verra að hafa svona komment heldur en að hafa engin komment. Þess vegna vildi ég nú bara benda þér á þetta - þar sem þú ert jú að læra :)

Re: Stækkun álversins hafnað!

í Deiglan fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Þetta álver er einfaldlega timaskekkja og er nánast komið inn í bæinn.LOL, góður :) …þú veist annars að álverið er ekki nánast komið inn í bæinn, rétt?

Re: Stækkun álversins hafnað!

í Deiglan fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Meirihluti þeirra sem *kaus* var á móti - rétt rúmlega þó ;) Hins vegar er frekar ólíklegt að meirihlutinn hafi verið á móti stækkun, miðað við að flestir sem eru á móti kjósa - hinir kjósa síður. Þannig má áætla að töluverður meirihluti þessa 25% (sirka) sem ekki kaus hafi annaðhvort verið fylgjandi stækkun, eða einfaldlega alveg sama. Auðvitað er þetta lýðræði í verki :) en alveg út í hött að halda því samt fram að “meirihluti Hafnfirðinga” hafi verið á móti stækkun.

Re: Hjálp við fylki í C#

í Forritun fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Það sem sed sagði :) En ég verð að kommenta á kommentin þín :þ Þetta er hræðileg sjón. Ég legg til að þú breytir þessu svona: /* *********************************************************************************** *Verkefni 6_3_bls132 *Höfundur: * Dagsetning 4.04.2007 * Forritið Kastar teningi 1.000.000 sinnum og segir hversu oft hver hlið kom upp ********************************************************************************** */ using System; using System.Collections.Generic; using...

Re: BLAST! 11.febrúar (sunnudagur) klukkan 2000

í Battlefield fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Prófa að skipta texture quality í medium eða high. Getur þá lækkað upplausn á móti ef tölvan ræður illa við það.

Re: Battlefield: Bad Company

í Battlefield fyrir 18 árum, 3 mánuðum
og það er þannig að allt sem maður skítur á eða sprengir… það eyðilegst…En ef maður mígur á það :)

Re: Er guð til ?

í Dulspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Spurning að drekka aðeins minni ávaxtasafa og aðeins meiri mjólk - eða bara vatn ;) Þeir segja að það fari betur í skapið á fólki.

Re: Sjálfsmorð.

í Tungumál fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Vilji er allt sem þarf :) Einhver karl- og kvenkyn Eitthvað hvorugkyn Svo einfalt. Ekki segirðu eitt maður fór með eitt konu og einn barn í bíltúr :)

Re: vændi og áfengi!!!

í Deiglan fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Gleymum samt ekki því að þetta mun ekkert lækka álagningu á áfengi, að minnsta kosti ekkert að ráði - það mun aðeins gera aðgengið betra og þægilegra. Ég er samt fylgjandi því að leyfa sölu á þessu í matvörubúðum. Við skulum bara ekki fara út í einhverja samkeppnisumræðu í því sambandi :)

Re: Hvort?

í Tungumál fyrir 18 árum, 3 mánuðum
En Jarfaber :) - eins og í berin hans Jarfa . Ok, ég veit ég er bara að bulla :Þ en mér fannst þetta af einhverjum ástæðum vera fyndið.

Re: Sjálfsmorð.

í Tungumál fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Það er réttara að segja “hann framdi sjálfsmorð”. Það er líka réttara að segja “einhvern” ;) (en ekki “eitthvern”).

Re: Náin kynni náksyldra einstaklinga

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Haha nei - en góð tilraun samt - ég á hins vegar bræður - eins og þú kannski vissir ef þú læsir eitthvað af þessu sem ég hef verið að svara þér ;) En þú ert líklega of upptekinn við að sannfæra mig um hvað þetta sé “viðurstyggilegt” ;)

Re: Náin kynni náksyldra einstaklinga

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Hahaha, á ég að segja það aftur ;) Þó að þér finnist eitthvað, þá þýðir það ekki endilega að það sé rétt ;) Þér finnst þetta viðurstyggð - allt í lagi með það. En það þýðir samt ekkert endilega að þetta *sé* viðurstyggð. Það þýðir bara að þér finnst það vera það. Málið er sem sagt að þetta voru bara svona vangaveltur um hvort það væri í raun eitthvað að þessu - annað en fordómar samfélagsins. Mitt svar er nei. Þitt svar hefur ekkert gert annað en að styrkja það í mínum huga.

Re: Náin kynni náksyldra einstaklinga

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Haha, þú lest ekki einu sinni mótrökin heldur ert bara fastur í: “mér finnst þetta ógisslett, oj bara”. Þér er greinilega ekki viðbjargandi vinur.

Re: Náin kynni náksyldra einstaklinga

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Nei. Það *er* engin viðurstyggð, þér *finnst* það bara :) Ég myndi líklega gera mitt til að aftra mínum börnum frá því að leggja lag sitt saman - en það væri bara til að forða þeim frá fordæmingu samfélagsins, en ekki vegna þess að mér þætti það rangt í sjálfu sér. Þar með væri ég auðvitað að viðhalda þessum gildum - en þannig virkar þetta víst. Þeir sem hafa ekki siðferðislegan styrk til að standa á móti vitleysunni, þeir fljóta bara með hinum sauðunum. Hins vegar myndi ég aldrei fordæma...

Re: Náin kynni náksyldra einstaklinga

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Þú mátt ekki drepa mann vegna þess að það skaðar hann. Reyndar eru menn samt drepnir í fullu leyfi, nánast daglega. En þá er það kallað stríð eða “lögleg aftaka”. Það er ekkert sem segir að við megum ekki útrýma þeim dýrategundum sem við viljum, aðrir en einhverjir dýraverndunarsinnar. Ég veit ekki betur en dýrategundum hafi reglulega verið útrýmt bæði af okkur mönnum og öðrum dýrum. Ætlar þú að segja mér að það hafi verið siðferðilega rangt? Þú segir að siðfræðin hafi þróast svona. Jú...

Re: Náin kynni náksyldra einstaklinga

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
En hvers vegna er það siðferðilega rangt? Af því að þú segir það? Af því að flestir segja það? Einu sinni sögðu flestir að jörðin væri flöt eins og pönnukaka - en hún var það samt ekki :) Bætt við 25. mars 2007 - 22:32 það er nefnilega enginn sannleikur í orðunum “mér finnst”, aðeins skoðun. Þú getur því aðeins sagt að þér finnist það rangt - en þú getur á engan hátt haldið því fram að það sé rangt, án þess að færa fyrir því góð og gild rök.

Re: Náin kynni náksyldra einstaklinga

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Reyndar skaðar þetta engan tilfinningalega, nema þá sem eru fastir í viðjum samfélagslegra gilda. Það eru með öðrum orðum engin rök fyrir því að þetta sé rangt, önnur en þau að “allir segja það”. Samfélagið fordæmdi líka samkynhneigð á sömu forsendum, þ.e. að það væri einfaldlega siðferðislega rangt að elska annan aðila af sama kyni. Ég held að flestir sjái í dag að það var rangt gildismat - þó sumir séu reyndar enn fastir í þeirri úreltu siðfræði sem þar var á bak við. Geta ekki flestir séð...

Re: Náin kynni náksyldra einstaklinga

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég er reyndar ekki að rugla þessum hugtökum saman. Það sem flestum finnst eðlilegt í dag, þótti ekki endilega eðlilegt fyrir 100 árum síðan (eða jafnvel ekki fyrir 50 árum síðan). Þú kannski tókst eftir því að ég talaði um það “sem þykir eðlilegt” en ekki það sem “er eðlilegt”. Það sem samfélagið viðurkennir sem eðlilegt flokkast þá undir “venjulegt eðli”, en annað er fordæmt sem “óeðli”. Það er til dæmis ekkert í mannlegu eðli sem hindrar náin kynni einstaklinga innan sömu fjölskyldu, annað...

Re: Náin kynni náksyldra einstaklinga

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Hehe, biðst afsökunar á að hafa gefið mér að þú værir kristin. Ég verð þá að finna einhvern kristinnar trúar til að bera þetta upp við :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok