Ég er að reyna að keyra eitt setup forrit og ég fæ alltaf villuna “You must be logged in as an administrator”. Málið er að ég ER skráður inn sem admin. Hvað gera bændur nú? Aðrar setup skrár virka og ég get gert allt sem ég ætti að geta venjulega sem administrator… ég bara skil þetta ekki.

Reyndar eitt skondið sem fylgir þessu: núna mjög nýlega ákvað Windows að endurnefna user accountinn minn (Administrator.ROYAL) úr 'Royal' yfir í þetta gamla góða 'Administrator' og þurrkaði einnig út notandamyndina mína og setti default mynd í staðinn. Ákaflega skrítið, plús að núna fæ ég “Run as…” þegar ég hægrismelli á EXE skrár, eitthvað sem gerðist ekki áður. System restore virtist ekki geta lagað þetta.

Semsagt tvö frekar óskyld vandamál (þó að hið síðarnefnda sé ekki beint vandamál í sjálfu sér, bara smá óþægindi).