Jæja, þarsem hugarar virðast flestir elska rökleysur ætla ég að leiðrétta hvimleiðan misskilning.

Margir hafa svarað nýjustu greininni og hæðst að þeim sem nota orðið ‘talva’, spurt hvort viðkomandi sé í ‘talvunni’, hvort þeir þekki e-a ‘talvunarfræðinga’ og svo framvegis.

Þessir einstaklingar eru að gera lítið nema úthrópa heimsku sína og fáfræði á íslenskri málfræði. Þeir sem aðhyllast að nota orðið ‘talva’ taka beyginguna frá orðinu ‘tala’, sem beygist með ‘ö’ í aukaföllum. Þarmeð getur enginn verið í ‘talvunni’, sama hvort orðið ‘tölva’ eða ‘talva’ er notað, þarsem beygingarnar eru eins í aukaföllum.

Svo vil ég benda fólki á að lesa þessa grein hér (http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4873), en þar er orðið ‘talva’ ekki úthrópað vitlaust, heldur einungis sagt eðlileg þróun á íslenskri málfræði, sem það og er.

Sjálfur segi ég ‘tölva’, en er þreyttur á besservisserum sem þykjast vita allt best, en eru í raun frekar fáfróðir. (Ekki beint að greinarhöfundi, aðrir mega taka þetta til sín.)