Þegar ég mun fá mér tattoo verður það með mynd sem ég hef teiknað sjálf. Ég vil helst hafa tattooið eitthvað tengt mér, persónulegt, eitthvað sem ég myndi ekki sjá eftir. Ég hef verið að pæla í að fá mér tattoo í alveg þónokkurn tíma, 2 ár, en ég er ekki nógu gömul enn (ekki fyrr en í maí á næsta ári) og hef ekki enn fengið hina “fullkomnu” mynd, sem ég myndi vilja ganga með á mér.