Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

2 kettlingafullum læðum vantar fósturheimili (0 álit)

í Kettir fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Frá Kattholti Erum með tvær kettlingafullar læður sem vantar að komast á góð fósturheimili í u.þ.b. 3 mánuði, þangað til að ungarnir verða orðnir 2. mánaða. Ef einhver hefur áhuga hafið þá samband við Kattholt S: 567-2909

Kattholt á Facebook (0 álit)

í Kettir fyrir 13 árum, 1 mánuði
Langaði bara að benda ykkur á að starfsmenn og stjórn Kattholts er búið að búa til Facebook síðu fyrir Kattholt. Við erum að setja inn myndir af kisunum sem eru þar til staðar og langar til að vekja athygli fólks á starfseminni í Kattholti. Endilega gerið “like” við síðuna okkar og deilið henni til sem flestra. Það eru yfir 80 kettir/kettlingar í heimilisleit nú í dag og okkur langar til að veita þeim sem flestum góð heimili, svo ef einhver er að leita sér að kisu, endilega bendið þeim á...

TS 75L heimagert búr og 25L búr (2 álit)

í Fiskar fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Er með heimagert 75L búr til sölu, þarf líklega að skipta um kítti í búrinu áður en það er notað þar sem það hefur ekki verið notað í 2 ár. Þessvegna fer búrið á 4000 kr með dælu, hitara, botnsandi, heimagerðri ljósastæðu og ýmsu dóti. Málin eru L:40cm B:30,5cm H:35,5cm Mynd af 75L búri Svo er ég líka með 25L búr sem er líka búið að liggja í geymslunni í svolítinn tíma og þarf líklega að skipta um kítti í því líka. Það er lok á því en það er ekki fast við búrið lengur. Með því fylgir einhver...

Kattholti vantar starfsmenn. (2 álit)

í Kettir fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Kattholt er nú að leita að tveimur nýjum starfsmönnum. Endilega kíkið á þeir sem hafa áhuga: http://kattholt.is/displayer.asp?page=56&Article_ID=1018&NWS=NWS&ap=NewsDetail.asp&FAQ_type=Flokkur&p=ASP\~Pg56.asp

Kisi týndur í Mosfellsbæ (2 álit)

í Kettir fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Kisinn minn týndist sl. föstudag, 7 maí í Hlíðartúnshverfinu í Mosfellsbæ (hverfið fyrir neðan Lágafellskirkju) Hann sást seinast aðfaranótt laugardagsins 8. maí fyrir utan húsið, svo ég held að hann kunni leiðina heim. Hann er innikisi og hafði aldrei farið út hjá mér áður. Ég fékk hann í Kattholti fyrir um 3 mánuðum síðan. Hann er svartur og hvítur geltur högni. Líklega um 10 ára gamall, blindur á vinstra auga. Hann heitir Gamli Nói, er með ól með merkispjaldi þar sem nafn hans,...

Dýramálverk í Korputorgi (0 álit)

í Gæludýr fyrir 15 árum
Jæja, nú er ég komin niður í Korputorg! Ég er að vinna í Listsmiðju Art2b og er að mála á daginn. Það munu koma fleiri og fleiri myndir á næstunni og nóg að skoða. Endilega lítið á mig og spjallið við mig ef ykkur langar í málverk eða teikningu af dýrunum ykkar. Eða bara ef ykkur langar í fallegt málverk af dýrum, villtum sem gæludýrum. http://www.petrun.org http://www.stereozombiez.deviantart.com

Þemahugmyndir! (27 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Jæja fólk, komið nú með skemmtilegar hugmyndir að næstu þemum! Ein hugmynd frá mér: að teikna/mála mynd eftir ljósmynd sem stjórnendur velja t.d.

Könnunin. (2 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Ég biðst afsökunar á stafsetningarvillu í mynd Amezu, en það á auðvitað að standa “á ruslahaugunum” en ekki á puslahaugunum. Ég nenni ekki að gera nyja könnun. =P

Rauðir háir hælar (17 álit)

í Tíska & útlit fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Hefur einhver hérna séð í búð á Íslandi rauða háa hæla sem eru ekki glansandi? Helst þá með svona silki utan á. Mig langar í þannig svo það væri gott að vita hvar ég fengi svona. (ég er ekki mikil skómanneskja svo ég þekki engar búðir sjálf)

Þemahugmyndir (24 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Jæja, komið nú með hugmyndir ykkar um hvaða þema gætu komið næst, ég er alveg tóm.

Hversu mörg göt? (42 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hversu mörg göt er fólk með hérna, og hvar? Afhverju ákváðuð þið að fá ykkur þessi göt? …Og ef ykkur langar í fleiri göt, hvaða göt langar ykkur í? Sjálf er ég aðeins með 6 göt, öll á eyrunum (Vinstra eyra: 3 í eyrnasneplinum, eitt í brjóskinu. Hægra eyra: tvö í sneplinum) En mig langar að fá mér fleiri göt á eyrun og gat í vörina. Á hægra eyra langar mig í : Tragus og Rook Og á vinstra eyra langar mig í: UFO og þrefaldan spiral lokk í brjóskið… og kannski Tragus

Doodlebug (0 álit)

í Myndlist fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Langaði bara að benda ykkur á skemmtilega síðu sem kallast Doodlebug. Doodlebug er síða þar sem maður getur teiknað og horft svo á hvernig maður teiknaði myndina. Svo getur maður einnig skoðað hvernig aðrir teikna sínar myndir. Endilega skoðið þessa síðu, hér er hún. Hér er svo galleryið mitt þarna. Ef þið hafið áhuga á að ganga í hóp Doodlebug, þá sendið mér skilaboð með e-mailinu ykkar og ég sendi ykkur invite. ;) (það er eina leiðin til að byrja á síðunni)

Leir (6 álit)

í Myndlist fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ætli leirlistaverk passi inn í myndlist? Eða hvað.. Annars.. ég er oft að leika mér að leira hluti. Núna er ég að vinna að því að búa til úlfa hauskúpu úr leir. Ég er bara búin með neðri kjálkann eins og er og er ég bara þokkalega ánægð með hann. Hvað finnst ykkur? —- http://www.deviantart.com/view/36102907/ Hér eru svo tvær aðrar leirstyttur sem ég hef gert (þær einu sem ég hef nokkurntímann gert, þannig að ég er algjör nýbyrjandi í þessu) http://www.deviantart.com/view/32115420/...

Gleraugun götuð við mann (14 álit)

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég var að sjá nokkuð askoti sniðugt um daginn. Það var ungur listamaður sem fékk sér svona gat á nefinu á milli augnana og festi svo glerið úr gleraugunum sínum svo við það. Þetta lítur bara vel út og er bara nokk sniðugt (eða það finnst mér allavegana). Það tekur hann þó víst 10 mínútur að taka glerið af sér. :P Ég verð bara að segja að þegar ég fæ gleraugu þá langar mig að prófa þetta, og held ég geri það. Hér er mynd af þessu: http://www.barganews.com/blogs/TAR/pierced_glasses.jpg Hvað...

Industrial piercing (13 álit)

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Hvert er best að fara hér á klakanum ef að maður vill fá sér industrial piercing í eyra? Eða bara hver er svona almennt góður í því að gata eyru?
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok