Við erum í eigin íbúð sem er með sérgarði, sameiginlegum garði og sér inngangi. Ég hygg ekki á framhaldsnám úti… finnst nú ekki það gaman að læra, hvað þá á útlendu tungumáli hehe. Við vitum alveg að það er mál að eiga hund en ég á hund fyrir og hef átt dýr af öllu tagi, ketti, rollur, kýr, hamstur, hesta…. Þess vegna erum við búin að vera að pæla svona mikið í þessum málum. Við erum búin að vera að hugsa um þetta í meira en eitt ár. Við ætlum líklega ekki að fá okkur hund fyrr en í haust...