Ég hef núna verið að fylgjast dáldið með greinum og korkum hér á Huga, allt frá “The Sims” áhugamálinu til Bíla, og ég verð bara að segja að mér hefur oft brugðið yfir hinum ýmsum ummælum fólks, fram og til baka. Og oftast sama fólkið

Dæmi: Greinin “Ófyrirgenfalegt” á Sims áhugamálinu. Greinin var skrifuð af 10 ára stúlkukind, og kannski ekki sem best stafsett. En hún var nú eftir allt saman bara 10 ára, varla nýbyrjuð í almennilegri stafsetningu.

Hinsvegar létu Hugabúar það sér ekki aftra sér. Vesalings stelpan var tekin af lífi á MJÖG miskunnarlausann hátt. Mér virkilega blöskraði við lesturinn. Guð minn almáttugur… lítið í eigin barm! Ég sé hinar verstu málfarsvillur hjá fólki yfir tvítugu, og þið DIRFIST að brjóta niður barn svona?

Dæmi 2: Grein á áhugamálinu Heilsa. Stutt grein, og er stúlka nokkur að lýsa hvernig hún verður aðeins veik í fríum sínum. Einn notandinn sér þar leik á borði, og kallar hana orðrétt “hóru”.

Ekki reyna að komast undan því

——————

Þetta er hérna allstaðar, þar sem fólk sér ekki bjálkann í eigin auga fyrir flísinni í auga náungans. Það er bara miklu hærra hlutfall og sést meira hér á Huga.is

Svo er alltaf hægt að minnast gömlu “rasistaumræðunnar” á Deiglunni hér forðum… Guð miskunni sér yfir okkur og komi í veg fyrir annað eins…

Hinsvegar eru litlir gullmolar inná milli, eins og t.d. “Ostur er góður” á Quake áhugamálinu… ætli maður sé ekki hérna ennþá vegna þeirra?