Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

astridur
astridur Notandi frá fornöld 12 stig

Re: fleiri staðreyndir

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sniðugt, það er alltaf gaman að lesa svona staðreyndir. Cool með Marcel :-)

Re: Hjálp

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Manni finnst það alltaf vera ómögulegt að gleyma þeim sem maður er hrifin af en í sumum tilfellum er það fyrir bestu og þegar á hólminn er komið er það sjaldnast eins erfitt og virtist í fyrstu. Ef ég væri þú myndi ég líta í kring um mig og athuga hvort grasið er ekki grænna hinum megin. Gangi þér vel :-)

Re: Re: Re: Enn ein Skilgreining á Rómantík

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég er nú eiginlega á föstu…en ég á voða sæta vinkonu. Sendu mér póst :-)

Re: Trekkarar eða hvað?

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það má heldur ekki gleyma því að í gegnum tíðina, sérstaklega á fyrstu árum Trek-sins þá var þetta sjónvarpsþáttur sem boðaði framfarir og von. Ekki aðeins á tæknilega sviðinu heldur einnig í hugsunarhætti mannfólksins. Reynið að ímynda ykkur hvílík vítamínsprauta Uhura í TOS hefur verið fyrir fólk (já og reyndar áfall fyrir afturhaldsseggi) því hún sem var bæði kona og svört í þokkabót (alvarlegur glæpur á þeim tíma) var bridge-officer á geimskipi. Geordi í TNG fæddist blindur en vinnur...

Re: Rómantískar konur?

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég er sammála Vargi að þetta er sennilega allt saman til komið vegna hefðar. Svo er líka annað að það virðist vera þannig (eins og hefur komið fram áður) að við sækjum oft fyrirmyndir rómantíkurinnar til bandarískra kvikmynda og það er nú ekki oft sem maður sér konur undirbúa rómantísk móment fyrir aumingja karlana þar. En svona þér til huggunnar þá skal ég segja þér að ég þekki margar stelpur sem eiga það til að skipuleggja rómantískar stundir fyrir kærastana sína. Svo ef þú leitar vel þá...

Re: Enn ein Skilgreining á Rómantík

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Kæri Vargur ! Þetta er alveg eins og talað út úr mínu hjarta. Rómantíkin sjálf er hugarástand, straumar milli tveggja persóna, dásamleg tilfinning. Það er hægt að pakka rómantík inn í svo margs konar umbúðir. Hollywood-pakkinn er aðeins einn af mörgum. Í raun og veru ágæt leið til að skapa rétta andrúmsloftið fyrir rómantík að blómstra. En rómantík getur líka skapast af sjálfu sér þegar maður er með ástinni sinni að gera eitthvað ósköp venjulegt. Eins og að labba út í búð og haldast í...

Re: Herramaðurinn í mér

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það væri sennilega allt miklu auðveldara ef það fylgdu leiðarvísar með hinu kyninu, en því miður er það ekki þannig. Það er frekar erfitt að vita ekki hvað hinn aðilinn er að hugsa. Ef ég væri þú þá myndi ég gefa henni þann tíma sem hún vill fá en það þýðir ekki að þú megir ekki yrða á hana. Spjallaðu við hana í vinnunni, ekki pressa, bara svona um daginn og veginn. Leyfðu henni að kynnast þér og þá eru mun meiri líkur á að hún taki þig alvarlega en ef þú sendir henni eitt SMS og yrðir svo...

Re: Re: Rómantískir kærastar??

í Rómantík fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það er skrítið hvernig sumir virðast hafa sökkt sér í einhverja steríótýpu-rómantík. Fólk virðist halda að blóm SÉU rómantísk eða að kertaljós SÉU rómantísk en það er í raun og veru andrúmsloftið sem skapast þegar þú ert með einhverjum sem þú elskar sem er rómantík. Það er spennan sem myndast við að horfa í augun á honum/henni og geta ekki litið undan. Blóm og kertaljós geta vissulega hjálpað til við að skapa umhverfi fyrir þessa spennu en eru í raun og veru ekki hluti af henni. Mér finnst...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok