Rómantík er ekkert smá skrítð fyrirbæri. Nú er ég búin að vera með kærastanum mínum í tvo mánuði og við erum búin að hafa það geðveikt gott saman. En svo í gær var hann geðveikt sorrý yfir að hafa aldrei gefið mér blóm eða eitthvað þannig. Mér finnst það ekki það mikilvægasta í sambandi. Ég veit að hann á eftir að gera það einhverntíma…en ég bíð bara róleg þangað til.
Svo fyrir nikkrum mánuðum var annar strákur að reyna við mig og hann senti mér hvert rósabúntið á fætur öðru. Ég var ekki alveg að fíla það, því ég hafði eiginlega engan áhuga á honum. Ég missti samt algjörlega allan áhuga þegar hann var alltaf að gera eitthvað sem átti að vera mjög rómantískt en kom bara út eins og hann væri ömurlegur, desperat gæi sem hefur horft of mikið á amerískar bíómyndir. Þessvegna finnst mér núverandi kærastinn minn miklu rómantískari en hinn þótt hann hafi aldrei gefið mér blóm!!
Það getur vel verið að fullt af stelpum vilji láta drekkja sér í blómum en ég er bara ekki þannig. :o)