Hahahaha… matreiðsla! Það voru nú ófá prakkarastrikin sem við framkvæmdum þar! Við félagarnir stóðum m.a. fyrir spagettíi upp á skáp, óhreinum pottum inní skáp, pönnukökum sem festust við loftið (jú, það gerist), strokleðrum inní örbylgjuofninum og tilraunakenndri notkun handhrærivéla (til að dreifa kökudegi upp um alla veggi), svo fátt eitt sé nefnt. Svo ekki sé minnst á þá staðreynd að á allri skólagöngu minni, þá fylgdi ég aldrei uppskriftinni nákvæmlega eftir. Oftast nær var annað hvort...