Heheheh… brosa, góður. Ég hefði nú hlegið hefði einhver haldið þessu fram við mig áður, en nú er ég þess fullviss að það er hægt að brosa einungis með efri vörinni. Því miður er neðri vörin ennþá niðri á bringu. Að því sögðu, þá veitir mér það litla gleði að ímynda mér hvernig ég lít út þegar ég reyni að brosa svona, með hálft andlitið úr sambandi.