Var hjá tannlækni áðan og fékk tvöfalda deyfingu (í efri og neðri góm, vinstra megin). Ég held að ég hafi aldrei nokkurn tíman verið eins dofinn og ég er núna. Ég finn ekkert fyrir kinninni minni upp undir auga. Kjálkinn minn hefði alveg eins getað bókað flug til Benidorm og haldið á brott án mín, og ég hefði ekki tekið eftir því. Sama gildir um tennurnar vinstra megin í munninum, þarf að negla þeim duglega saman til að ganga úr skugga um að þær séu enn til staðar. Neðri vörin mín lafir nánast niður á bringu, með tilheyrandi slefi og leiðindum og síðast en ekki síst… tungan! Ég get svarið það, hún er örugglega þrisvar sinnum stærri en hún á að sér að vera. Er alltaf að bíta í hana (án þess þó að taka neitt sérstaklega eftir því) og þar að auki er svona nett kitlandi tilfinning í henni sem veldur mér áhyggjum. MANNI Á EKKI AÐ KITLA Í TUNGUNNI!!!