Þar sem svar er komið varðandi mjólkina finn ég mig knúinn til þess að færa fólk inn í ljósið varðandi draslið á enda skóreima okkar allra (eða flestra). Drasl þetta ber í raun nafnið “harpúll” og er dregið af hebreska orðinu “agharpuli” sem þýðir í rauninni drasl sem heldur endum á öðru drasli saman (eins og t.d. skóreimum, og er þetta því vel til fundið og viðeigandi heiti í alla staði). Fæstir vita þó að hinn eiginlegi harpúll er í raun alíslensk uppfinning. Ef þú, lesandi góður, ert í...