(fólk sem eyðir 12.000 í gel á mánuði) Skellti uppúr þegar ég las þetta. Og svo fattaði ég að þetta var kannski ekkert of fjarri sannleikanum, og þá hætti ég að hlæja.
Einu sinni var ég í fótbolta. Svo stökk ég á glerbrot og reif upp á mér allt hnéð. Tveir fjallmyndarlegir skurðir og einhver 9 spor. Það var ekki gaman. Svo fór ég á Esso-mótið viku seinna. Lentum í þriðja sæti og ég vann teiknikeppnina á Kjarnaleikunum. Harður? Ójá.
Sko… þá er náttúrulega bara að gera gott úr hlutunum. Fara út og ná sér í einhverjar greinar, koma upp léttum varðeld, hita sér kakó, skríða inn í tjaldið og hafa það kósí. Þetta eru nú engin eldflaugavísindi. ;)
ef þetta er eitthvert vandamál fyrir þig sveigðu þá bara fram hjá þessu Já, ef það væri bara svo auðvelt, en þetta er alls staðar. Ekki misskilja mig, mér finnst Elvis mikill snillingur og allt það, en öllu má nú ofgera.
Nú gæti ég komið með einhvern ógeðslega aulalegan brandara um það að ég sé alltaf að skylmast við píanó og svona, einfaldlega út af því að ég er orðinn þreyttur og hef ekkert betra að gera en að dæla út umframbirgðum dagsins af bulli hér á huga. En þar sem ég var að skiptast á skrifum við þig á broskallakorkinum, þá ætla ég ekki að gera það. Þú gætir haldið að ég væri skrýtinn.
Hahahaha… æi, mér fannst þetta bara snilld. Notaði hann reyndar sjaldan sjálfur, en þegar fólk fer að væla yfir brosköllum, þá er náttúrulega eitthvað mikið að…
Alltaf… as in, 24/7? Því þannig er eiginlega fyrir komið eins og málin standa í dag. Mér finnst það ekki hressandi. Spurning um að kunna sér hóf, held ég, fremur en nokkuð annað.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..