Sýnist vera nægur áhugi fyrir þessu þannig að það er bara um að gera að byrja að auglýsa þetta strax. Skellið þessu í dayplannerana ykkar undir eins og látið alla vita. Og þá er ég ekki bara að tala um Jón og Pétur, heldur alla! Ég veit ekki með ykkur en mér þætti afskaplega hressandi að ná að fylla íslenskan 64 mann server a.m.k. einu sinni enn. Og talandi um server… þá held ég að við stefnum eindregið að því að taka 89th serverinn undir þetta. Sýnist hann reyndar ekki vera uppi núna, en ég ætla að reyna að sjá hver staðan er varðandi hann. Ef einhver veit hvað er að frétta af honum, þá má sá hinn sami láta mig vita. Jafnframt má fólk alveg láta mig vita ef það telur sig geta reddað góðum server fyrir blastið.

Og svo má alveg skella upp þessum kubbi fyrir blastið, Birkir. :)

Og var allt í bili. Takk. :D