Ja svei… ætli maður skelli sér ekki á þetta, og ekki er ég nú þekktur fyrir að vera mikill mod-áhugamaður! En til þeirra sem eru eitthvað að fussa og sveia yfir vopnaburði hermannanna í BF, þá: Jú, mikið rétt, þessir gaurar voru aldrei með þessi vopn og ég veit ekki hvað og hvað ekki, og oft pælir maður hvað Dice menn voru að hugsa. En málið er það, að BF bætir bara svo margfalt upp fyrir þær “sagnfræðilegu” villur sem í leiknum finnast, með öðrum hlutum leiksins, t.d. með slíku og þvílíku...