Nú er loksins komið að því að FH mod liðið hefur sett útgáfudag fyrir fyrstu betuna eða 26 September sem er eftir c.a eina og hálfa viku.
Fyrir þá sem eru ekki með það á hreinu um hvað ég er að tala ættu að lesa áfram.

Forgotten Hope er eitt af fyrstu modunum fyrir BF, það er að segja að vinnan við það hófst á svipuðum tíma og vinna við Desert Combat hófst , en ekkert hefur enn verið gefið út.
FH leggur áherlsu og sagnfræðilegt raunsæi og nákvæmni við gerð modsins svo að það má búast við því að modið verði töluvert frábrugðið upphaflega leiknum í spilun.
Meiri áhersla er lögð á gott samspil, ÞE það þýðir lítið að fara í Rambo leiðangra því vopnin gera meiri skaða gagnvart fótgönguliði og minni gagnvart bryndrekum.
Handsprengjur verða t.d öflugri gagnvart fótgönguliði en munu lítið virka á brynvagna, en brynvagnar verða öflugri á móti öðrum bryngvögnum.
Öll vopn verða á sögulega réttum tíma t.d mun STG 44 ekki finnast í orrustum sem gerast 1941 osfrv .
2 Nýjum þjóðum hefur einnig verið bætt inn í leikinn og eru það Ítalir og Frakkar.

Aragrúa af nýjum vopnum og farartækjum hefur verið bætt inn í leikinn og er listinn alltof langur til að telja það fram hér, en allar þjóðir munu hafa sín eigin vopn og bara þau vopn sem notuð voru í átökunum í seinni heimstyrjöldinni af viðkomandi aðila.
Tækjaóðir spilarar ættu því allir að finna eithvað við sitt hæfi hvort sem þeir eru flugmenn, tankmenn , eða infantry.

Svo er eiginlega aðal málið og það eru nýju kortin en þau eru 15 talsins hvorki meira né minna !
Og virðast öll vera geysivel unnin og þau taka fyrir átökin í Rússlandi , Kyrrahafinu , Ítalíu , Frakklandi og Grísku eyjarnar.

Stærðin á modinu segir eiginlega allt, en það á að vera 600-700 MB ( einhverstaðar las ég GB með mappack en hef ekki fengið það staðfest ) .

En þar sem þetta er svo stórt er spurning með hýsingu á því innanlands fyrir download, er hugi.is t.d tilbúinn að hýsa þetta stóra skrá í public download ?

Nánari upplýsinga eru á :
www.fhmod.com
______________________________________