Nota bene: Eftirfarandi er ekki meint sem flame heldur dramatísk byrjun á þessum pósti:

Ég hef tekið eftir því að fólk hér á Spunaspilaáhugamálinu á Huga.is hefur þá tilhneigingu til að öskra “overpowered” og “munchkin” við hvert tækifæri þegar minnst er á nýja hluti. Þar má helst telja Psionics og Tome of Battle. Ég er búinn að fá nóg af þessum plebbaskap sem ríkir hérna. Ég er búinn að fá nóg af rökleysu, fávísi og almennum skorti á viti á því sem kallast game balance.

Ég ætla að vísa í þráð sem taka allar hugmyndir um að Psionics séu broken og eyðir þeim - eða, hann ætti að gera það ef fólk getur hlustað og séð lengra en nef þess nær.

http://boards1.wizards.com/showthread.php?t=331253

Um Tome of Battle er skemmst af því að segja að hún var playtestuð. Mikið. Gegn casterum, en casterar eru einmitt það sem á að miða allt við ef það á að gera það almennilega spilanlegt. Bestu Maneuverin (level 9) eru að jafnaði á við level 6 spells. Level 6 spells sem eru af verri endanum. Þó eru einhver góð þar inn á milli, betri en hin. Það er ekkert vísir á það að bókin sé broken, enda höfum við hluti eins og Mordekainen's Disjunction, Polymorh any Object (og bara Polymorph yfirhöfuð), Scorching Ray (besta spell ever til að metamagica með Arcane Thesis).

Þau mistök sem ég sé fólk gera eru helst að það notar Maneuverin í full-attack action. Það þarf Standard action til að nota Maneuver, Swift action til að nota Boost, Immediate action til að nota Counter og Swift action til að breyta um Stance. Að nota Maneuver í full-attack action er brot á reglum.

Hérna er einn þráður sem útskýrir Tome of Battle betur.