Kjánalegt innlegg inn í kjánalega umræðu... Sjálfsákvörðunarréttur portkvenna og smá dæmisaga.

Ég hef nú ekki enþá gefið mér tíma í að skrifa um þetta mál þar sem að ég hef átt annríkt með því að hlæja að þessum fáránlegu lögum, ekki það að ég vantreysti fullorðnum konum til þess að ákveða það sjálfar hvort að þær selji líkama sinn eður ei, því fer fjarri. Hinsvegar þá hef ég nú þá skoðun að það ætti að vera krafa vímuefnaneytenda að fá sömu réttindi. Þá tala ég nú sérstaklega um kannabisneytendur, vímuefnastríðið er tapað fyrir svo löngu, það er ekkert annað en þrjóska og frekja í stjórnvöldum að halda banninu til streytu, svona sýna okkur hver ræður. En eigum það ekki að vera við sem að ráðum hvað við gerum við eigin líkama, ég vona að allir yfir 18 ára aldri treysti sér til þess að ráða yfir sínum eigin líkama, eiginlega held ég að það sé nú svona meirihlutinn af sjálfráða fólki í landinu sem að treystir sér til þess eða að minsta kosti vona ég það þar sem að fullorðið fólk þarf nú að taka aðeins stærri ákvarðanir heldur en eitthvað sem að það hefur val um t.d. vímuefnaneyslu.
Treystir þú þér til þess að ráða yfir þínum líkama lesandi góður ? Eða ertu of upptekin af því að hugsa hvað annað fólk gerir við sinn líkama. Það vill nefnilega oft verða þannig að margir sjá flísina. Hefur þú kanski ef til vill vaknað eftir eitthvað flipp með tattoo á rassinum og óskað þér, mikið hefði ég nú viljað að þetta hefði verið bannað með lögum þar sem að ég er greinilega ekki fær um að taka ákvarðanir sem að snerta mig sjálfan, að því loknu er að sjálfsögðu upplagt að skella sér í herferð og banna tattoo þar sem að þú tókst heimskulega ákvörðun, hvað ef einhver annar myndi gera það líka og með því skaða sjálfan sig til frambúðar slíkt má að sjálfsögðu ekki gerast.
Þegar að þér er búið að takast að loka á sjálfsákvörðunarrétt landa þinna þá myndiru að sjálfsögðu missa kjálkann yfir því og falla í yfirlið yfir að einhver væri að gera tattoo heima hjá sér, þar sem að hvorki væri hægt að fylgjast með hreinlæti né öðru sem að listamaðurinn notar til þess að stunda þessa ólöglegu starfsemi. Heyrðu allt í einu eru bara allir komnir með lifrabólgu c og hiv og læti hvað er að gerast ? Jú starfsemin var færð bara annað eins og með allt annað, út af stofunum þar sem að heilbrigðiseftirlitið og aðrir geta fylgst með hvað sé að gerast og í heimahús þar sem að hreinlæti er misjafnt, það væri að sjálfsögðu ekki hægt að flytja inn neitt til þess að stunda þessa iðju eins og t.d. blek, það er ekkert mál að redda því kanski bara með bleki úr pennum?
En þú ert nú ekki af baki dottin þarna, þú færð þá snilldar hugmynd að þjálfa bara upp hund til þess að þefa uppi starfsemina og gengur um bæinn með hundinn þinn með skallabletti búin að rífa af þér allt hárið af gremju yfir því að þú getir ekki haft áhrif á frjálsan vilja mannskepnunnar. Eða útrýmt fleiri þúsund ára menningar kúltúr á nokkrum árum, en þetta skal takast hjá þér, alveg sama hvernig þú ferð að því þú ert búin að fá þessa nýju hugmynd um að segja fólki bara persónulega reynslu þína af tattooi þú hlítur nú að geta hrætt þetta bara úr fólki. Þessi nýja aðferð felur í sér að fara á milli skóla og vinnustaða með glærur með myndum af ljótum tattooum og segja setningar eins og “Að fá sér tattoo endar bara með geðveiki eða dauða”, “Það þarf bara eitt tattoo” og fleiri fleigar setningar og sko þó að þú ýkjir smá eða segir ekki alveg satt þá er það nú ekkert meðað við það sem að myndi bíða þeirra á tattoo stofunni. Það hlakkar í þér þegar að þú gengur í burtu og með stjörnur í augunum sannfærður um að hafa bjargað heiminum frá bölinu, í hámarki bjartsýniskastsins hugsar þú þetta er bara spurning um að gefast ekki upp! Eða hvað ?
Væri ekki bara einfaldara að hugsa og framkvæma fyrir sjálfan sig heldur en að standa í því að gera það fyrir alla aðra þar með talið allt það fólk sem að kærir sig ekkert um að vita hvað þér finst. Og það eina sem að þú færð út úr þessu er að þú lest í blöðunum “Tattoo eru sýnilegri en áður” sbr “Fíkniefnaneysla sýnilegri en áður”.

Að leyfa þeim sem að það vilja að stunda vændi og útrýma einum glæpi án fórnarlambs var skref í rétta átt, en ef að jafnt á að ganga yfir alla þá tel ég að það sé engin spurning hvað gera skal næst. Hættum að flækja hlutina höfum þjóðaratkvæðisgreiðslu þar sem að það verður spurt að þessari einföldu spurningu “Treystir þú þér til þess ráða yfir ÞÍNUM líkama” hvort sem að það það sé hvort þú litir á þér hárið, reykir, drekkur, farir í ljós eða allt sem tengist þínum eigin líkama, sem að ég vona svo innilega að flestir svari játandi því að það eru til aðeins flóknari hlutir til að takast á við í lífinu heldur en það. Nú ef að þú krossar við nei sem að maður gæti nú trúað fólki til þess að gera til þess að vernda einhverja ýmindaða aðila, nú þá einfaldlega tapar þú þínum réttindum til þess að ráða yfir eigin líkama, gætum jafnvel haft sko svona stílista ríkisins sem að myndi sjá um að velja háralit og linsur og svona á þetta fólk. Þetta er lýðræði gott fólk, meirihlutinn ræður.

Ég væri jafnvel til í að halda í smá af fasismanum okkar það væri hægt að hafa svona stað þar sem að þú færir í svona viku alveg edrú og við útskriftina af þessum stað gætir þú undirritað skjal sem að þú myndir lýsa því yfir að hér með berir þú ábyrgð á eigin heilsu og færð svona gullkort sem að þú sýnir ef að lögreglan ætlar að handtaka þig og þá getur hún ekki tekið þig vegna gruns um fíkniefnamisferli, vændi eða bara einhverju sem að þessu hnýsna pakki kemur ekkert við.

Þið hin sem að eigið ekki gullkort bara verði ykkur að góðu að láta lögregluna handtaka ykkur og berhátta yfir einhverju sem að kanski var tyggjóbréf á gólfi bíls, ég hef bara því miður ekki tíma í svoleiðis niðurlægingu og vitleysu.

Og ein spurning að lokum fyrir þá sem að segja þetta virka þannig að sumir bara einfaldlega lendi í vændi og/eða vímuefnaneyslu, hérna virkar það svona eins og lottó eða happdrætti? Eða fær fólk bara svona bréf frá hagstofunni sem að tilkynnir “Þú hefur hér með lent í vændi, fíkniefnaneyslu og gjaldþroti”. Það eru ekki heimskulegar ákvarðanir sem að stjórna því og þetta er ekki sjálfskaparvíti er það ?

p.s Ekkert vera að leggja mikla vinnu í það að finna einhverjar æðisgengnar rökfærslur fyrir því af hverju þér kemur við hvað ég geri, ég get allavega sagt þér hvað ég geri ekki, því það kemur þér við og það er að svara þér! Fasistinn þinn :p

p.s Ég elska ykkur öll ;*