Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Drasl tölvur ...

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hp tölvur eru ágætar, en mér finnst þær hafa dalað seinustu ár. T.d. lagga flestar hp fartölvur ef þú hefur þær ekki í sambandi. Annars er hp alltaf eitt á toppnum í prenturum og þannig. Annars á ég Dell LATITUDE D505, og það hefur alldrei verið vesen með hana. Hún er alltaf í topp standi. Áður átti ég Dell Inspirion og hún var líka mjög fín. Ég held að Dell og IBM séu bestar. Annars eru Acer held ég líka góðar. BT hefur sérhæft sig í að selja lélagar tölvur á hágu verði. Medion (“Þýska...

Re: FLYTJUM KEA TIL REYKJAVÍKUR

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hey, ég er með betri hugmynd ! Hvernig væri bara að einkavæða öll þessi ríkisfyrirtæki, það væri frábært !

Re: Af hverju er ekki kosið rétt??

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þú talar mikið um réttlæti í grein þinni, og þú segir að það séu aðalega vinstri flokkarnir á Íslandi sem styðji réttlæti. Ég tel þetta allrangt hjá þér. Það er einmitt Sjálfstæðisflokkurinn sem styður mest réttlæti myndi ég segja. Þú segir sem dæmi segir þú að vinstri sinnað fólk vilji að “ríkt fólk” gefi meiri peninga til þjóðfélagsins heldur en “fátækt fólk” eða “miðstéttarfólk”. Það er tekjuskattur á Íslandi sem er eitthvað rétt undir 40 %. Sem þýðir það að sú prósenta er tekin af...

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 19 árum
Afhverju bara ekki að leyfa bæði?

Re: Áfengisauglýsingar

í Deiglan fyrir 19 árum
Eina ástæðan fyrir því að mér finnst að það ætti ekki að leyfa áfengisauglýsingar er sú að ef það væri gert þá myndu söluaðilarnir byrja að auglýsa sterkt áfengi og það gæti (hæglega) orðið til þess að yngri unglingar byrjuðu að drekka meira og fyrr. Sko, ef ég sé McDonald auglýsingu, þá verð ég ekkert brjálaður og get ekki hugsað um annað en McDonald í marga klukkutíma. Það er bara einfaldlega asnalegt að það megi ekki auglýsa áfengi, því eins og höfundur segir er mjög auðvelt að komast...

Re: Farvel hugi?

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég held að enginn af bókunum í bókahillini heima hjá mér sem yngri en 50 ára. Íslendingar eiga allvega ennþá handrit frá miðöldum og fyrr.

Re: Airbus 380

í Flug fyrir 19 árum, 1 mánuði
Frábær grein, ég er samt alltaf að bíða eftir Dreamliner greininni þinni:D

Re: Reykjavíkurflugvöllur og Landspítalinn

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ehhh, mig minnir nú reyndar að miðpúntur höfuðborgarsvæðissins hafi verið reiknaður fyrir stuttu og niðurstaðan var að miðpunkturinn væri vestan meginn á veitingarstaðnum KFC í lindarhverfinu í kópavogi.

Re: Reykjavíkurflugvöllur og Landspítalinn

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það var náttúrulega umræða um það fyrir stuttu og menn komust að því að það yrði alveg ógeðslega dýrt og að það myndi ekki borga sig.

Re: Hraðakstur á 30 km svæðum.

í Deiglan fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Málið er að það er ekki hægt að sanna að konan hafi verið á ólöglegum hraða :D

Re: Hvað kostar það að skoða Esjuna í klukkutíma?

í Flug fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þvílíkt röfl, Auðvitað kostar það mikið að leigja flugvél og kaupa bensín á hana. Ef þú ætlar að leigja þér flugvél og fljúga á henni eitthvað þá verður þú bara að sætta þig við að það kostar. Ekki röfla út í bláinn að þetta kosti mikið. Hver á að borga þetta annar en þú? Ekki ætlast þú til að ríkið niðurgreiði fyrir þig skemmtiferðir um Esjuna eða eitthvað. Það þýðir ekki alltaf að vera bitur út í hlutina og væla yfir því að allt sé svo dýrt og allt sé slæmt. Heldur verður þú að hugsa...

Re: Dönskukennsla

í Deiglan fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Það væri gaman að fá rök fyrir því Steinunn. Hvers vegna danskan sé best? Danskan er ágætis kostur, ég er ekki að neita því, en það eina sem þú segir er það að danskan sé besti kosturinn fyrir Íslenska námsmenn og það gæti allveg verið, en af hverju segiru það. Það þýðir ekkert að koma með fullt af fullyrðingum án þess að koma með einhver rök.

Re: Dönskukennsla

í Deiglan fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Hey, Íslenskan er mjög fallegt mál :D

Re: Dönskukennsla

í Deiglan fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Var ég að nöldra?, ég sagði að það væri sniðugt að skoða málið í held sinni. Og hvers vegna segirðu að það sé ekki smuga á þeim möguleika? Þessi fullyrðing er ekki byggð á neinum heimildum, bara skoðunum þínum. Það er alltaf gott að vega og meta til þess að geta séð hvað getur farið betur, staðinn fyrir að vera með einhverja afturhaldshyggju. Danskan er alveg ágætur kostur til tungumálakennslu á Íslandi, það eina sem ég er að tala um, er að það verði skoðað hvort þetta sé besti kosturinn,...

Re: Dönskukennsla

í Deiglan fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ég myndi nú ekki segja “mikið”, það er kannski aðalega lögfræðin

Re: Dönskukennsla

í Deiglan fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Þú endurtekur það nokkru sinnum í greininni að dönskukennsla verði alltaf til staðar á Íslandi. Það er ekki alveg satt, því að það er verið að fara að hætta að kenna dönsku í menntaskóla. Ég lít hinsvegar á málið þannig að það megi skoða málið, hvort danska sé besti valkosturinn til tungumálakennslu, hvort eitthvað annað tungumál komi betur til greina. Ekki vera svona þröngsýn Steinunn, það er hægt að skoða málið betur. Ég er ekki að segja að dönskukennsla sé allröng og það sé fáránlegt að...

Re: Kennarar með áróður um óleglega dreifingu á netinu!

í Deiglan fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Af hverju er ekki hægt að kalla eitthvað ólöglegt þó að eitthvað sé í gildi og notkun? Sko, eiturlyf eru í notkun af dópistum. Ekki myndir þú þá segja að það væri ekki hægt að segja að dóp væri ólöglegt því það er í notkun af sumu fólki. Þá væri allt sem er ólöglegt löglegt, því flest ef ekki allt sem er bannað með lögum brjóta ákveðnir menn. Morð, nauðganir, rán, þetta eru allt glæpir sem hafa því miður gerst einhver tíman og ekki á að hætta að kalla þetta glæpi af þeim sökum. Það yrði...

Re: Afturhaldskommatittur

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ef þú hefðir lesið nógu vel, þá hefðir þú kannski tekið eftir því að ég er ekki með þessu stríði, ég styð bara ríkisstjórnina og treysti henni fullkomlega til þess að taka ákvarðanir, þetta er ekki mín ákvörðun, þetta er ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ef ég er ekki sammála henni þá reyni ég að koma skoðunum mínum á framfæri á meðan málefnið stendur yfir, ekki 2 árum seinna eða eitthvað álíka. Svo talarðu um að Davíð hafi eyðilagt einstakt hlutleysi þjóðarinnar. Bíddu nú við, var það þá ekki...

Re: Afturhaldskommatittur

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ehhh, þetta er ekki okkar stríð. Ekki heldurðu að það sé verið að taka ákvörðun á alþingi um hvort stríðið eigi að halda áfram eða ekki. Það er sko bara verið að tala um listann sem ísland er á. Bandaríkjamenn munu ekkert fara útúr Írak af því að Ísland tók sig af listanum. Þetta er einn listi yfir lönd sem styðja Bandaríkjamenn, við höfum ekki neitt vald yfir þessu stríði, og það hefði ekki skipt neinu máli hvort við séum á þessum lista hvort hefði verið ráðist þar inn. Mér finnst allt of...

Re: Afturhaldskommatittur

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Hmm, ég held að þú sért eitthvað að misskilja, Davíð sagði á alþingi að samfylkingin væri afturhalds komma titta flokkur. Hann sagði ekkert um hina flokkana.

Re: Afturhaldskommatittur

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Mér fannst Davíð svara samfylkingunni bara ágætilega, hann talaði um hvað væri fáránlegt að ætla að taka samþyki til baka. Hann tók dæmi með að þegar hann fór í uppskurð og hann var látinn samþykja að gangast undir aðgerð, og hvað myndu menn segja ef hann myndi ganga upp á landsspítala og taka þetta samþyki til baka? Þetta fannst mér allavega mjög mikið FACE

Re: Afturhaldskommatittur

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Fyrirgefðu en sjálfstæðismenn fengu ekki Þórólf Árnason til þess að segja af sér, það var R-listinn sem tók sameiginlega ákvörðun um það. Fáránlegt að blanda sjálfstæðisflokknum í það. Treystir þú manni sem hefur svindlað á Reykjavíkurborg til þess að stjórna henni? Ég bara spyr. “Hafa Sjálfstæðismenn siðferðilegt þrek til þess að gera hið sama? Nei.” Hvað meinaru, afhverju eiga Sjálfstæðismenn að segja af sér? Seinasta dæmi sem mér kemur í hug, með sjálfstæðismann sem stundaði ólöglegt...

Re: Mesta face ever!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Mér sýnist nú að þessir gaurar sem gerðu sér ferð til bekkjarfélagans til að láta hann fá krónu að þeir eigi sér ekkert líf. Þannig að þetta er eiginlega lélegt face, allavega kemur það ekki úr hörðustu átt.

Re: Hraðbankar

í Fjármál og viðskipti fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég hef farið út í banka og tekið út 169 kr. hvað er svona skrítið við það?

Re: Feministi í skólana

í Skóli fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Nei, það er ekki rétt. Flestir hérna eru málefnalegir (eitthvað annað en hægt er að segja um þig) og eru ekki karlrembur. Ég hélt fyrst þegar ég las þessa grein að þú værir að grínast og svo las ég aðra grein eftir þig sem hét GTA eitthvað. Þá fór ég að hugsa, hvað er eiginlega að henni og skoðaði kasmír heimasíðunna þína og þar er líka svona virkilega fáránlegt kvenrembubull. Þannig ég er eiginlega bara farinn að halda að þú sért virkilega geðsjúk, en ég vona að þetta sé allt grín. Því ef...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok