Airbus 380 Síðan Airbus var stofnað hafa þeir leitast við að binda endi á sigurgöngu Boeing. Þeir höfðu náð að svara nánast öllum gerðum Boeing með sinni eigin hönnun, (t.d. A320 vs. B737 og A340 vs. B777) Þó er einn erkifjandi eftir: B747. 747 hafði slegið í gegn og skildi Airbus eftir í rykinu hvað varðaði arðhleðslu (payload= það sem gefur flugfélögunum $$$) nema kannski A340-600 er nokkuð nálægt 747.

Árið 1990 hófust rannsóknir á 500+ farþega vél. Því fylgir auðvita gífurleg vinna, að troða 500 manns í áldós sem á svo að fljúga, nokkurn vegin áfallalaust og unnu Airbus menn að hundruðum líkana, tölvumódela og formúlum til að komast að hagkvæmnustu leiðinni til þess. Svo loks um miðbik 1994 fóru þeir að hanna útlit vélarinnar og nefndu verkefnið A3XXX. Aðalega komu 2 gerðir skrokks til greina; annars vega “extra” breiður skrokkur (12 sæti á breidd) með tvöföldu stéli, og hinsvegar 2 hæða skrokkur. Fyrri hönnuninn þótti óhentug, bæði vegna þess að það tveggja hæða hönnunin er léttari og svo yrði það bara svo hræðilega ljótt að hafa flugvél sem er 12 sæti á breidd ;). Að hafa tvær hæðir alla leið aftur að stéli hefur þó líka sín vandamál. Það stærsta var rýming vélarinnar. Kröfur voru um að hafa ákveðið marga neyðarútganga og uppblástnar rennur fyrir farþega. Hönnuðir Airbus áttu í verstu vandræðum með að leysa “rýmingarvandamál” þessa risa og lá við að hætt yrði við verkefnið á tímabili. Þess vegna var hönnnuð ný tegund að uppblásnum rennum til að farþegar gætu rennt sér niður 2 hæðir farsællega.

Það sem skipti mestu máli við hönnun A380 var að hægt væri að nota A380 á flestum flugvöllum án mikilla breytinga. Einnig átti kostnaður að vera 10-15% lægri á hvert sæti heldur en í B747. A380 á að geta borið 35% fleiri farþega heldur en stærstu vélarnar í dag, en hefur hinsvegar 49% stærri gólfplass: meira pláss per sæti. Hægt verður að koma fyrir bar, leikfimisal og Duti Free verslunum. A380 á einnig að vera 10-15% hlóðlátari, sparneytnari og umhverfisvænari en keppinautarnir, þökk sé tækninni í dag.

Um leið og 50. pöntunin var staðfest voru teikningarnar “frystar” og smíðin hófst á fullu í Janúar 2002. um 6000 manns hafa unnið við gerð A380. Hlutir í A380 eru framleiddir um allan heim, í Svíþjóð, BNA, Suður-Kóreu og Sviss m.a. Hlutirnir eru ferjaðir með skipi til Toulouse í Frakklandi og er hún sett saman þar en innréttingin kemur hinsvegar frá Hamburg. Frakkar, Þjóðverjar, Bretar og Spánverjar hafa fjárfest í verkefninu fyrir samtals 13+ milljarða dollara.

Flugstjórnarklefi A380 er svipaður A340 og er það m.a. lykillinn að velgengni Airbus. Aðeins 3 tegundir af klefum eru í gangi: A300/310, A320-330 og A340-380. það gerir þjálfun flugmanna á milli tegunda mjög auðvelda og ódýra. Hreyflarnir í A380 eru af gerðinni Rolss Royce Trent 900 og skila 84.000 punda thrusti. Vænghafið eru 79,8m, lengdin er 72,75m og stélið trjónir 24,8m yfir jörð.

18 jan 2005 var svo loks fyrstu A380 rúllað út úr verksmiðjunum. Framleiddar verða 4 vélar sem munu framkvæma 2200 tíma próf í 15 mánuði.Það er því á fyrri hluta 2006 sem þessir risar gætu farið að fljúga um loftin blá.
Nokkrar gerðir af A380 eru fyrirhugaðar, t.d. A380-800 sem á að geta borið 555 farþega, -700 sem að geta borið 480 og risinn -900 sem gleypir 656 farþega!! (það eru um 3 B757) 149 pantanir hafa borist í þessa vél, þar af 27 fraktarar. Samt sem áður hafa flugvallayfirvöld verið treg við að bæta vellina en vonandi verður eitthvað gert í þeim málum.

Ef A380 kemst í reglulega þjónustu er pressan komin á kominn á Boeing. Mun 787 Dreamliner vera nóg eða þurfa þeir að koma með ennþá stærri vél? Hvað sem gerist, þá er ljóst að A380 verkefnið er áhættumesta, en metnaðarfyllsta verkefni sem komið hefur fram á flugmarkaðnum.
www.fly.is