Áfengisauglýsingar Sæl verið þið.

Án þess að ég viti nokkuð um það, held ég að Ísland sé eina landið sem bannar auglýsingu á öllu áfengi. Maður fer til Skotlands, sér bjór auglýstan. Það sama á Spáni. (Þau lönd sem ég hef verið að fara til nýlega).
Bjórframleiðendur hér á landi hafa tekið upp á því að nota auglýsingarnar og svo að sem dæmi sé nefnt, láta píp-hljóð yfir orðið “beer” og skrifa svo með örlitlum stöfum “léttöl”, eða “léttur bjór” í horninu.

Þannig komast þeir upp með nákvæmlega sömu auglýsingu, nema hún er lögleg.
Því enginn fer að spá í hvort að það standi léttöl eða ekki.
Þessvegna segi ég bara að það sé mín skoðun að lögleiða áfengisauglýsingar. Því að í fyrsta lagi veit fólk að þetta er til, og í öðru lagi fellur það ekki fyrir þessu “léttöls” kjaftæði því það er bara augljós leið til að sneiða framhjá lagakrókum.

PS. Ég er bara 15 ára og ekki mjög góður penni en ég vona að það sem ég er að hugsa hafi komist á framfæri.
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.