Umræða um skipulagsmál í Reykjavík á villigötum.

Reykjavík er höfuðborg landsins og eðlilega eru margar stofnanir staðsettar þar. Því tel ég að allir landsmenn eigi rétt á að hafa skoðun á staðsetningu þessara stofnana.

Það virðist ekki vera nein umræða um skipulag HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS. Umræðan er afmörkuð við hvert sveitarfélag.

Öll umræða í Reykjavík virðist snúast um hvernig eigi að bjarga miðbænum. Guð forði nokkrum frá því að þurfa að búa utan 101, 102 (þegar völlurinn fer) eða 107 í hallæri.

Byrjum á Reykjavíkurflugvelli.
Hann á að fara og allt flug á að vera um Keflavík. Það eru ýmis rök fyrir þessu. Allt frá kostnaði, öryggissjónarmið og ekki síst að Reykjavíkurflugvöllur er ílla staðsettur í jaðri borgarinnar. Einu gildu rökin fyrir núverandi staðsetningu er sjúkraflug og nálægð við Landspítalann.

Jaðri borgarinnar? Meirihluti Reykvíkinga býr orðið í “úthverfum” s.s. Grafarholti, Grafarvogi, Breiðholti. Nú eða “röngu” megin við Grensás. Stór hluti telur Mjóddina, Spöngina eða bara næstu 10-11 vera sinn miðbæ.

Þá er það Landspítalinn. Það er algjör vitleysa að hafa rúmlega 5000 manna vinnustað á svæði sem er gjörsamlega óaðgengilegur. Hvað þá fyrir sjúklinga að komast að. Það væri nær að staðsetja spítalann MIÐSVÆÐIS miðað við höfuðborgarsvæðið. Ég legg til að Landspítalinn fari á Vífilstaði. Þarna eru greiðar samgöngur (m.a. fyrir sjúkraflug um Keflavík) og fyrir fólk úr Grafarvogi, Breiðholti, Grafarholti, Kópavogi, Austurbænum, Hafnarfirði, Keflavík….. er auðveldara að komast að. Þessi upptalning inniheldur meira en helming Reykvíkinga og sennilega meirihluti þjóðarinnar.

Lóðirnar sem Landspítalinn er á myndu sennilega borga megnið af kostnaðinum við nýja spítalann (Landspítalinn við Hrigbraut, Landakot, Borgarspítali… dýrar lóðir). Að auki yrði gífureg hagræðing í nýju, skipulögðu húsnæði fyrir starfsemina.

Ég held að ef Landspítalinn og flugvöllurinn fari þá eru komnar forsendur fyrir aukinni byggð í miðbænum. Þessi byggð myndi tryggja t.d. Laugaveginum lífi sem verslunargötu. Fólk verslar nefnilega helst í eigin hverfi.

Þá þarf ekki að fylgja núverandi stefnu í skipulagsmálum sem er eifaldlega að gera fólki erfitt að búa í úthverfum. Þetta sést í strætósamgöngum, fluttning þjónustu í miðbæinn og hægfara samgönguframförum.

Og hananú…