Það er aldrei gaman að standa í einhverju stríði til að fá rétti sínum framgengt. Sjálfur hef ég lent í basli með fartölvu þar sem að spennugjafi fyrir baklýsinguna hitnaði upp úr öllu valdi þannig að tölvan sló út eftir c.a. hálftíma. Tölvan var samtals 6 mánuði í viðgerð (og geri aðrir betur). Tölvusalinn bar því alltaf við að það væri erfitt að fá varahluti frá viðkomandi framleiðanda. En það var ég sem bar skaðann eftir allt (þurfti að vísu ekki að borga viðgerðina), því fyrirhöfnin var mikil svo ekki sé talað um þann tíma sem ég var fartölvulaus.

Ace, Medion, Fujitsu Siemens, Hyundai tölvur eiga það sammerkt að talað er illa um þær. Menn virðast hafa slæma reynslu af þessum tölvum. Persónulega hef ég kynnst Ace tölvunum og er það ekkert annað en samsull af allskonar dóti. Sumt er gott annað ekki. Ég hef reynslu af 2 Ace tölvum.

1. Ace tölvuna fékk ég nýja árið 2000. Kæliplatan fyrir örgjörvann var einhverra hluta laus við nánari athugun. Móðurborðið (Microstar) entist í 2 mánuði, þá floppaði það vegna ónýtra þétta á því. Tölvulistinn skipti móðurborðinu út og var tölvan þá til friðs.

2. Félagi minn keypti Ace tölvu. Ég setti hana upp fyrir hann en veitti því athygli hve heitur blástur kom frá spennugjafanum. Í ljós kom að spennugjafinn var of lítill (eða gallaður).

Um daginn keypti ég í tölvu fyrir pabba. Í þeim pakka var Microstar móðurborð (ekki keypt í Tölvulistanum). Ég setti tölvuna saman. Þegar ég var að “plögga” fjagra pinna powersnúru úr spennugjafunum í móðurborðið þá lenti ég í bölvuðu basli, plöggið ætlaði aldrei í og hef ég aldrei lent í slíku ævintýri. Það sneri samt rétt. Eftir miklar æfingar þá kom ég þessu loks saman. Allt virkar fínt.

Af þessari reynslu af dæma þá kaupi ég framvegis merki sem ég hef góða reynslu af eins og: Gigabyte, Shuttle, Abit, Asus, Sparkle og Subaru.

Bestu kveðjur.