Það er margt í þjóðfélaginu okkar sem má breyta eða jafnvel fjarlægja, og gott dæmi er dönskukennsla í grunn- og framhaldsskólum. Eina ástæða þess að danska er kennt í dag, er til að halda norrænum tengslum við hin norðulöndin, og vegna þess að danska ríkið borgar ákveðna upphæð til íslenska ríkisins til að halda uppi kennslunni. Mér finnst örlítið hrokafullt að einstaklingar innan menntamála hér á landi segja að það sé mikilvægt fyrir okkur að kunna dönsku, en það er ekki mikilvægt fyrir aðra að kunna íslensku. Danska er ekki einu sinni með þeim 5 mest töluðu tungumálum í heiminum, né er danmörk með þeim fjölmennestu ríkjum. Danmörk er ekki lengur fyrsti áfangastaður íslendinga til atvinnutækifæra erlendis. Við getum auðveldlega lifað í dag án vitneskju af landinu. Og ætla kennarar og fólk virkilega halda því fram að danska sé svo lík íslenskunni, að við verðum að læra málið. Ég fór til danmörku, og það tók mig 4 ár að læra tala eins og innfæddur dani, og ég get því miður ekki sagt að sú kennsla sem ég fékk á íslandi hafi hjálpað. Ísland ber enga skyldu til að kenna dönsku, hvort sem við vorum undir stjórn dana eða ekki! Rök eins og að við eigum svo margt sameiginlega með dönum, er kjaftæði vegna þess að ekki er hægt að setja tungumálafag í námskrá skóla, á þeim rökum.