Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Partytruck
Partytruck Notandi frá fornöld 47 ára karlmaður
150 stig

Re: Hjöruliðir?

í Bílar fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ef þetta er öxulliðurinn þá ættu að heyrast smellir þegar þú gefur inn í beygju, svona ‘klik klik klik klik’ með jöfnu millibili. Afþví að þetta er '94 og þarafleiðandi smíðað úr einhverju úr ruslatunnuni hjá Mitsubishi þá myndi ég skjóta á demparaleguna öðru hvoru megin. Alveg með eindæmum bjánalegur búnaður og endar yfirleitt með því að struttinn skilur sig frá líminu sem límir þetta saman og eitt stökk á hraðahindrun og struttinn kemur uppúr brettinu. Getur athugað það með því að setja...

Re: Gömul tvíhleypa??

í Veiði fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Ef að hlaupið er í lagi og ekki stíflað og skothúsið læsist þá ætti ekki að vera neitt til fyrirstöðu að setja eitt leirdúfuskot í hana og prufa. Bara muna að ef að skotið springur ekki að láta byssuna bíða í nokkrar mínútur og beina henni í örugga átt. Svosem ekki margt sem getur klikkað í svona grip. Ef byssan er fyrir þér og skráð þá máttu senda mér skilaboð, ég get kanski losað þig við hana.

Re: Fleiri að bíða eftir námskeiðum?

í Veiði fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Byssuleyfi og veiðikortið kostaði 26þús í fyrra og má reikna með rétt rúmlega 30þús í kostnað með vottorðum. Svo má ekkert skjóta á sumrin nema leirdúfu og máf þannig að það liggur svosem ekkert á að komast í veiði.

Re: trooper

í Jeppar fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Það sem ég hef orðið vitni af er ekki fallegt. Óheyrilegur kostnaður við vél, drifhlutföll og læsingar er eitthvað sem er bara talað um og virka frekar framþungir í snjó, fljótir að sökkva. Að öðru leiti frábærir bílar. :)

Re: Toyota Touring '90 4x4 til sölu

í Bílar fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Nei mér finnst alveg nóg að ofbjóða fólki með auglýsingum um þennan bíl hvað þá Ford Probe.

Re: Toyota Touring '90 4x4 til sölu

í Bílar fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Gleymdi símanum sem er 699-4140

Re: Toyota Touring '90 4x4 til sölu

í Jeppar fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Vantaði símann sem er 699-4140

Re: jibbý!!!

í Jeppar fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Er ekki enþá búið að setja sama möguleika á myndirnar og kannanir, að setja í bið. Ég held að ég hafi sent 5 e-mail á JReykdal á sínum tíma um þetta.

Re: læsingar...

í Jeppar fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ef maður er með no-spin þá veit maður í það minsta að hún er 100% læst þegar gjöfin er á. Diskalæsingar eru með síbreytilegt átak sem byggist á mismunandi átaks á mili hægri og vinstir öxuls. Ef átaksmunurin er meiri en uppgefin prósenta á læsinguni (yfirleitt 75-80%) þá sleppir hún. Diskalæsingar koma manni alltaf í vandræði og sjaldnast útúr þeim. Lokur eru allt annað mál og koma læsingum ekkert við.

Re: Huga-Ferð

í Jeppar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Það þýðir ekkert annað en að setja pressu á svona kalla og geri ég það hér og nú: 'JÓN !!!!! það fer ekki að snjóa aftur fyrr en bíllinn þinn fer að brenna grút.' Nú geta allir kennt honum um snjóleysið og hann fer að koma þessu í gang. :)

Re: Huga-Ferð

í Jeppar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Gleymdi að bæta því við að menn mega alveg hætta þessum feluleik og setja aldur og bíltegund í upplýsingarnar sínar. Ég vona að menn hérna hafi ekkert að fela.

Re: Huga-Ferð

í Jeppar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Nei þeir eru nú eitthvað fleiri. JHG á Blazer, Izan átti Izusu og er komin á eitthvað V8 núna held ég, otti er á Patrol (veit ekki hvort hann sé mikið hérna núna). Og svo eru einhverjir fleiri sem ég man ekki í augnablikinu.

Re: Spurning.

í Jeppar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég fór inní Landmannalaugar í einsdrifs Econoline fyrir 3 árum og var voða grobbin af sjálfum mér þegar ég fór yfir síðasta vaðið. Svo þegar ég kom yfir hrundu himnarnir í hausinn á mér þegar ég mætti Ford Fiesta með tjaldvagn. Það er vel fólksbílafært inní laugar á sumrin.

Re: Huga-Ferð

í Jeppar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
En megum við hinir fara eitthvað á meðan :) (skrifað með bros á vör og í góðu) Þið getið kóað með einhverjum.

Re: Huga-Ferð

í Jeppar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Góð hugmynd en það er búið að stinga uppá þessu margoft áður og bara einu sinni farið minnir mig. Væri frábært ef að rugludallarnir hérna tækju sig saman og færu eitthvað þó að það sé ekki snjór. Bíllinn minn verður klár í mars og ég líka.

Re: Ég væri til í einn svona ( video )

í Jeppar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég er mikið búin að dreyma um að smíða mér svona leiktæki. Ætti ekki að vera erfitt að fá gamlan hilux til að smíða úr.

Re: Hilux hægagangurinn

í Jeppar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hann á að ganga hægaganginn á 750rpm.

Re: TopGear á Skjáeinum

í Bílar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Torrent er málið. Ég sótti 25Gb af Top Gear um daginn sem eru allir þættirnir síðan þeir fóru á BBC2. Series 6 er í sýningu á S1 núna og þá væntanlega verið að sýna series 7 úti.

Re: Long time no see og nýjir stjórnendur :)

í Jeppar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Nei því miðu

Re: Hver var Chevrolet ?

í Jeppar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Vettan er bara að eyða mjög svipað og sambærilegir AMG bensar sem dæmi og þetta 8/4 cyl trikk er búið að vera í boði í V12 bensum í hátt í 20 ár. Nú er ég ekkert að taka hanskann sérstaklega upp fyrir Mercedes bens en mér hefur alltaf fundist almenningsálit á amerískum bílum mjög svo ofmetið. Maður heyrir alltaf sömu tugguna um að það sé svo þykkt stálið og enginn geti látið svona stórar vélar eyða litlu nema þeir. Það er bara ekki satt. Amerískir bílar eru ágætir og sumir jafnvel góðir en...

Re: Hver var Chevrolet ?

í Jeppar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
“As GM and other US automakers continue to twist slowly in the wind as Toyota Motor Corp. is poised to replace GM as the world’s number one car manufacturer” Þetta var í consumer affairs og hvergi talað um að GM eigi eitthvað í Toyota. Eina sem þeir eiga samleið í er að framleiða “græna” bíla. Þó að kaninn hafi búið til mikið af skemmtilegum bílum og þá er orðið langt síðan að þeir hafa verið tæknilega framarlega í bílaheiminum. Vonandi breytist það samt til að fá eitthvað nýtt og öðruvísi.

Re: Hver var Chevrolet ?

í Jeppar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
“Bosch developed the first production electronic fuel injection system, called D-Jetronic (D for Druck, the German word for pressure), which was first used on the Volkswagen 411 in 1967. ” Fann þetta í alfræðiorðabók á netinu.

Re: Long time no see og nýjir stjórnendur :)

í Jeppar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ef þú tekur td. afturdrif úr toyota hilux og deilir í eðlilegt markaðsverð á því með verðinu á einum ostborgara á McDonalds á sama stað færðu út tölu. Sem dæmi 25.000/199=125,62 og svo tekurðu þá tölu og margfaldar með verðinu á ostborgaranum á því svæði sem þú villt vita verðið á. Td. 199x99cent=$124x65kr=8083kr Þetta gæti verið ca. verðið á sama drifi í Bandaríkjunum en þar sem ég hef ekki hugmynd um hvað ostborgari kostar á Mcdonalds í USA þá er þetta ekki rétt verð bara sýnishorn hvernig...

Re: Toyota Hilux

í Jeppar fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég held að græna gúrkan pústi inní bíl. “Hann eyddi svona 30+, ekkert mál nógur kraftur og gleymdi framdrifinu í bænum.”. Og svo þegar á að fara að ræða eyðsluna þá er alltaf bilaður blöndungur eða kveikjan snýr öfugt eða einhverjar geggjaðar afsakanir. Þegar menn eru að byrja í þessu og kanna það hvort þeir séu að fá delluna þá er eina vitið að vera á eyðslugrönnum bíl sem drífur þokkalega. Ef að það er ekki nóg þá má alltaf fara aðrar leiðir eftir það, V8 eða dísel er bara spurning um...

Re: Mitsubishi L-200

í Jeppar fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Helvíti mikið keyrt. Ég myndi ekki fara í þetta nema að þú sért klár í skúrinn. Það er miklu meira en vélin sem þú þarft að spá í þegar bíllinn er keyrður 350þús. Drif, kassar og fóðringar í fjöðrunarbúnaði eru eitthvað sem þarf að skoða vel. Svo getur vel verið að hann sé í fínu standi og fari 100þús í viðbót án þess að hiksta. Skoðaðu hann bara mjög vel.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok