Þannig er mál með vexti að ég er nýbúinn að eignast minn fyrsta jeppa Toyota Hilux 99' óbreytan. Og mér finnsta hann allt í einu vera farinn að ganga hægaganginn hraðar. Svona frá 700 til 850 snúninga á mín. Mér fannst þegar ég var nýbúinn að fá hann að hann gengi hægar um 500 til 600 snúninga á mín. Veit að þetta er ekki mikil munur en getur haft sitt að segja þegar maður er að keyra innan bæjar og alltaf stop á 50 metra fresti á ljósum.

Hafa menn einhver svör fyrir mig ??

Kv. Dýrið