Ég er nú svosem bara tiltölulega nýbyrjaður í þessu sjálfur, en ég hef hingað til framkallað hjá Ljósmyndavörum og er alls ekkert óánægður með það. Hef líka heyrt góða hluti um einhverja búð sem heitir Pixlar, en ljósmyndavörur eru í göngufæri frá skólanum mínum, þannig að ég skrepp bara í eyðum að fara með og ná í filmur. Ég hef ekki hugmynd um upplausnina, vegna þess að ég skanna þetta inn sjálfur, en upplausnin sem ég fæ úr prentaranum er í kringum 1600 pixlar á lengri kant. (c.a. 2 MP)