Ég varð fyrir því um daginn þegar ég stóð úti í rigningunni að mig langaði óstjórnlega mikið að kasta af mér fötunum og finna hvern einasta dropa leika við skinnið. það var skítakuldi en mér var eiginlega sama, og það eina sem aftraði mér var þessi hugsunarháttur að það væri ekki eðlilegt, sérstaklega þegar maður er staddur úti á miðjum þjóðvegi.

Mig langar til að vita hvort einhver annar hefur lent í þessu, og upp að hvaða magni, því þetta er alls ekki í eina skiptið!!?
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.