Að selja sálu sína fyir blús? Djöfullinn og RJ

Eins og flestir blús áhugamenn vita þá er sú saga í gangi að Robert johnson (1911 - 1938) hafi verið fremur lélegur gítarleikari framan af, en dag einn átta árum áður en hann dó átti hann að hafa orðið einn besti blús gítarleikari allra tíma. Ef marka má orðróminn fór Robert Johnson að krossgötum og seldi sál sína fyrir þennann hæfileika. Djöfullinn á að hafa sótt sál hans átta árum seinna (en í raun var það eitrað viskí sem drap hann).

Uppruni þessarar sögu er ekki alveg eins og flestir vilja meina heldur til að komast að hinu sanna þurfum við að skoða annann blúsleikara að nafni “Son House”.

Son House

Son house fæddist 1092, lærði fjótt á gítar og ferðaðist um sem blúsleikari. Hann var talinn einn af þeim betri og kynntist mörgum öðrum listamönnum, þar á meðal Robert Johnson. 1942 hætti hann að spila þar sem plötur hans hættu að seljast og hann sjálfur varð óþekktur. Um 1960 varð upprisa í blús (vegna Eric clapton, BB King, Howling Wolf og fleiri) og hóf fólk leit að upprunalegu blúsurunum. Á þeim tíma vann Son House sem lestarverkamaður. En fljótt hætti hann því og hóf spilamennskuna aftur af fullum krafti. Á þeim tíma fór hann í mörg viðtöl, í einu þeirra nefndi hann kynni sín af Robert Johnson, og sagði hann söguna um hann eins og við þekkjum hana í dag. Son House andaðist 1988 og skilur eftir sig mikið af videoum og hljóðupptökum í delta blús stílnum.

Misminni

Þegar Son House fór í viðtalið var hann orðinn fremur gamall og hátt í hálf öld síðan hann hitti Robert Johnson. En á svipuðum tíma hitti hann annann vinsælann blúslistamann að nafni Tommy Johnson. Robert Johnson nefndi aldrei sjálfur að hann hefði selt sálu sína, og lagið sem hann á að hafa sagt frá því “crossroads” fjallar um allt annað. Lagið er um að á þeim tíma var útigöngubann á svertingja í bandaríkjunum, svo þeir þurftu að læðast út á pöbbana (jukejoints) seint á kvöldin. Ef þeir hittu hvítt fólk gátu þeir allt eins verið barðir eða drepnir þar sem þetta gátu verið lagana verðir eða kung klux klan (eða bæði í sama einstaklingnum). Lagið fjallar um einn svertingja sem er á krossgötum, er villtur og hræddur um líf sitt. Hann ákallar guð til að beina sér heim á leið.

En hvaðan er þá djöflasagan? Jú, Tommy Johnson sagði oft frá því að hann hefði selt sál sína til að læra að spila á gítarinn. Þetta gerði hann til að auka undir vinsældir sínar þar sem blús átti að vera tónlist djöfulsins.

Þannig að Son House einfaldlega misminnti, og ruglaði Robert Johnson saman við Tommy Johnson. (Til gamans má geta að svarti blúsarinn í “oh brother where art thou” sem selur sálu sína heitir einmitt Tommy Johnson)

Meira má lesa hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Tommy_Johnson
http://en.wikipedia.org/wiki/Cross_Road_Blues
fender HW1 telecaster. champion 600 amp (modded)