Hérna ok, ég er með eina kannski svolítið spes spurningu. Nú hef ég verið að velta því fyrir mér að fara í Al-Anon(nei það er ekki fyrir þá sem drekka heldur fyrir þá sem eiga aðstandendur sem drekka eða hafa drukkið).

En málið er að ég fór á nokkra fundi fyrir svona ári síðan en það var allt of mikið verið að tala um guð. Mér var farið að líða svo illa eitthvað, trúi ekki á guð og mun ekki gera og svo var mér bent á að trúa á guð í sjálfri mér, eða það sterka í sjálfri mér. Jújú það getur virkað fyrir suma en það virkaði ekki fyrir mig.

Mín spurning er sú að er hægt að fara í Al-Anon án þess að trúa en samt fara í sporin. Endilega ef einhver trúlaus með reynslu getur svarað þessu, eða bara hver sem er:)

Fyrirfram þakkir:)