Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hverja hérna hafið þið hitt? (22 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Fékk hugmynd að því að skapa smá umræðu í kringum þetta þegar ég sá nýjasta thursa-korkinn, þennan um meinta slæma stjórnarhætti hwarang. Titillinn segir svotil allt. Hverja hérna hafið þið hitt "í real life"? (nú, eða æft með) Svo ég byrji, þá hef ég hitt Nekron, Shizzel, tunkur og Tiddis. Eða svona, af þeim sem ég man eftir í bili.

Módernismi (4 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 1 mánuði
Að opna mig fyrir þér… ? Eins og að hlaupa í blautu grasi berfættur, um kvöld, óvarinn Samt svo frjáls – Hvernig er fólkið hérna annars að fíla ‘módernisma’ í ljóðagerð? Mér sýnist megnið af þeim ljóðlingum sem koma hingað inn vera oftar en ekki hefðbundin og með tilraunum til að stuðla og ríma og svoleiðis… Enginn til í að prófa eitthvað “nýtt”? (ekki nema 60-80 ára gamallt kannski.. heh)

Jarðtenging og suð (15 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Sælir, Ég er með Seagull S6+ kassagítar með mic og piezo pickup og ég ætlaði að prófa að taka aðeins upp með honum. Ekki vildi betur til en svo að hann gefur frá sér þetta klassíska, óþolandi suð nema ég leggi puttann á járndraslið sem er utan um formagnarann (sem er með 9v batterýi). Mér dettur í hug að ég gæti þurft að jarðtengja hann eða eitthvað svoleiðis, þá dettur mér í hug að reyna að mixa smá koparvír sem myndi þá liggja inní honum, frá rafmagnsdraslinu og að E-strengnum (á stað þar...

Klámvæðing? (7 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Hvað meinar könnunarhöfundur með þessu orði “klámvæðing”? Erum við að tala um að við viljum sjá auglýsingaskilti fyrir tannkrem með myndum af fólki sem er að bursta bragðið úr munninum á sér eftir saurugt kynlíf, eða erum við að tala um minni afneitun á raunveruleikanum? Vantar betri skilgreiningar.

WTF ^^ (16 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ansi sáttur með þessa mynd sem ég tók af frænku minni um daginn. Svipurinn á henni er frábær. EOS350 18-55 mm kit linsan þarna … Náttúruleg lýsing.

Tai Chi (4 álit)

í Heilsa fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Hefur einhver hérna reynslu af Tai Chi? Hef verið að fá svolítinn áhuga fyrir þessu sjálfur og væri endilega til í að heyra skoðanir fólks á þessu :-)

Að deila margliðum (18 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Af hverju í fjandanum er ekki hægt að deila margliðu með casio fx-9750G plus? Heimska tölvan ákveður bara einhverja random tölu (frá 1 og upp í 10 sýnist mér) og setur inn fyrir x-ið og gefur manni bara einhverja tölu! Það er svo leiðinlegt að deila margliðum á blaði með aðferð sem maður hefur ekki notað síðan í 5. bekk. Hata þetta fjödulsins drasl.

Ninja-samloka! (49 álit)

í Matargerð fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Fátt þykir mér skemmtilegra en að tína saman hina og þessa afganga úr ísskápnum heima og gera úr því eitthvað skemmtilegt. Eftirfarandi er samloka sem ég gerði mér um daginn, og tvær myndir fylgja með. Mynd 1:Áður en hún var sett saman Mynd 2:Eftir fyrsta bitann —— Innihald —— - Ein sneið af Bayonne skinku, hamborgarhrygg eða sambærilegu kjöti. Helst sæmilega feitu. Þykkt eftir smekk. - Óhóflegt magn af rauðlauk. - Ostur eftir smekk - 1 eða 2 egg (Getur orðið svolítið erfitt að bíta í...

Chinese crested (18 álit)

í Hundar fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Þessi var að ganga til liðs við dýralífið heima hjá mér. Hvernig eruði að fíla svona hunda? Mér finnst þeir ekkert smá undarlegir :-)

Kleifarvatn (5 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ansi fallegt þarna á kleifarvatni. Smá heimskauta fílingur yfir þessari mynd finnst mér, annars er ég ekkert voðalega mikið fyrir svona sólar-myndir. Aðeins stærri útgáfa: http://www.myalbum.is/d/93478-1/Snjor+048.jpg EOS 350d ljósop: F 5 hraði: 1/4000 ISO: 100 18-55 linsan, stillt á 43 mm

Bangsar (8 álit)

í Vísindi fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Hérna eru 3 bangsar sem eru hver og einn einhver baktería/sníkjudýr/veira sem aaallir ættu að þekkja. Sá sem getur nafngreint amk. 2 af 3 fær prik.

Aldrei að gefast upp! (4 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
http://www.metacafe.com/watch/339401/the_ultimate_fight/ Þetta er ótrúlega gott bardagaatriði og sýnir menn sem gefast ekki upp fyrr en þeir eru einfaldlega dauðir. Frábær talsetning. Veit einhver hvaða mynd þetta er? —- *spoilter* Hvað finnst ykkur annars um að reyna að kyrkja einhvern með görnunum úr sér? góð hugmynd.

Áhrifamiklar bækur? (12 álit)

í Bækur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Hvaða bækur, af þeim sem þið hafið lesið, höfðu mest áhrif á ykkur? Semsagt, hefur þú lesið einhverja bók sem kom þér bara til að pæla í einhverju sem breytti lífi þínu eða viðhorfi þínu til lífsins? Fyrir sjálfan mig verð ég að segja “Brave new world” eftir Aldous Huxley, “Alkemistinn” eftir Paulo Cohello og “Sólskinshestur” eftir einhverja íslenska konu sem ég man ekki hvað heitir. Auðvitað túlkar maður það sem maður les útfrá sínum fyrri reynslum og lífi, þannig að það þarf alls ekki að...

Undarlegur hundur (11 álit)

í Hundar fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Held að þeir heiti Chinese crested. Hvernig eruði að fíla þá?

Vísindalegar sannanir (10 álit)

í Heimspeki fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Smá tilbreyting frá meintum pælingum um vafasamt samhengi gvuðs og ýmissa efnasambanda kísils og súrefnis, þá langar mig til að velta upp smá spurningu hérna. Ég vil fá fólk til að segja mér hvað það meinar þegar það segir að eitthvað hafi verið vísindalega sannað. Hvað felst eiginlega í þessu orðasambandi sem virðist vera svo vinsælt hérna? Ef eitthvað hefur verið sannað, hvað gerist þá ef einhver finnur einhverjar vísbendingar sem benda gegn umræddri sannaðri “staðreynd”? Gerist það...

Á/ætti - könnun (6 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Hvort á að fjölga eða fækka Bandarískum hermönnum í Írak?http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1246334 Svarið við þessu er augljóslega ‘fjölga’. Spurningin hinsvegar, í þessu samhengi, er röng. Þekkir fólk ekki muninn á eftirfarandi setningum: "Hvort á að fjölga eða fækka Bandarískum hermönnum í Írak“ og ”Hvort ætti að fjölga eða fækka Bandarískum hermönnum í Írak?" ? Fyrri setningin athuga hvort fólk sé að fylgjast með fréttum, hin spyr fólk álits. Kannski var það ætlun höfundar...

Þróunarkenningin og almenningur (5 álit)

í Vísindi fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Mér hefur fundist fólk almennt ekki hafa hugmynd um útá hvað þróunarkenningin gengur og þessvegna finnst mér ekki skrítið að fólk skuli fara aðhyllast sköpunarsöguna og álíka vel ígrundaðar hugmyndir. Ég var eitthvað að hneykslast á þessu um daginn og tók dæmi um að ég hafi verið að leiðrétta manneskju sem hélt að útgáfa Lamarck's af þróunarkenningunni væri rétt (án þess þó að viðkomandi hafi kunnað nafnið, bara hugmyndina), síðan lýsti ég þeirri hugmynd og fólkið sem heyrði varð bara hissa...

Withered (19 álit)

í Metall fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Mynd af tónleikum með Withered, 24. nóvember ‘04 That’s fucking metal!

Annarsskonar jólahald? (8 álit)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Eru einhverjir hérna sem halda upp á jólin eitthvað öðruvísi en þetta venjulega, þreytta "kristilega“, vísa-reikninga hlaðborðs jólahald sem tíðkast hérna í dag? Það væri gaman ef einhverjir hefðu skemmtilegar sögur. Heima hjá mér er haldið upp á jólin eins og ég segi á þennan ”kristilega" hátt, enda er liðið hérna snarkristið.

Fótaþema :-) (16 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hva .. er fótaþemað ekki að fá góðar undirtektir, eða er það bara útafþví að jólin eru yfirvofandi? Mér finnst fótaþema bjóða upp á svo margt skemmtilegt vegna þess að fætur koma allstaðar við í hinu daglega lífi, en fá svo sjaldan eitthvað ‘credit’ fyrir sín vel unnu störf. Auk þess býður þetta upp á svo mikla abstrakt túlkun, að það hálfa væri nóg! Þar sem það verður líklegast ekki núna, þá kemur það örugglega einhverntíman seinna, og þá get ég vonandi tekið þátt. :D Finnst ykkur fótaþema...

PS CS2 á winXP án SP? (3 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ef þið skiljið skammstafanirnar í titlinum þurfiði í rauninni ekki að lesa mikið lengra, en ef ekki, þá er vandamál mitt þetta: Ég var að setja upp Photoshop CS2, og umþb. í upphafi þess ferlis fékk ég viðvörun um að þessi útgáfa af photoshop væri hönnuð fyrir win2k með einhver service pack, eða winxp með service pack 1 eða uppúr. Ég er ekki með neinn Service Pack, þannig að mig langaði til að spyrja ykkur hvort einhver hefði reynslu af þessu og vissi hvort þetta gæti valdið einhverjum vandræðum?

Síður til að geyma myndir (13 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Allt í einu virkar www.myalbum.is ekki hjá mér þannig að ég virðist þurfa að finna mér nýja síðu til að geyma myndirnar mínar á. Hverju hafið þið reynslu af og hverju mælið þið með?

Landnám Víkinga á Grænlandi og Norður-Ameríku (4 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Smá pistill sem ég skrifaði fyrir skólann. Ákvað að skella honum hérna inná svona uppá gannið, gæti verið að einhver hafi gaman að þessu. Kv. :) ———— Landnám víkinga vestan við Ísland Helstu heimildir um siglingar Íslenskra landnema vestur fyrir Ísland er að finna í Grænlendingasögu og Eiríks sögu rauða, en þær eru ritaðar um það bil 250 árum eftir að Íslendingar settust að á Grænlandi Fyrir utan það að víkingarnir á 10. öld höfðu engin gervihnatta staðsetningatæki, þá höfðu þeir ekki enn...

Endalaust mínus einn .. (33 álit)

í Heimspeki fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Sniðugt að hafa svona kannanir sem inspiration fyrir korka og pælingar. Semsagt, mér finnst asnalegt að ætla sér að meðhöndla óendanleikann eins og hverja aðra tölu. Ef við setjum t.d. X þarna í staðinn, þá sér það hver maður að: x - 1 = x gengur ekki upp. Þessvegna hefði ég haldið að í rauninni ætti maður að segja að óendanleikinn (Ó) hætti að vera meðhöndlaður svipað, þe.: ó - 1 = ó - 1 [en ekki "ó"] hvorki meira né minna. Ég veit að þetta er ekki í samræmi við það sem er kennt, en mér...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok