Sælir,

Ég er með Seagull S6+ kassagítar með mic og piezo pickup og ég ætlaði að prófa að taka aðeins upp með honum. Ekki vildi betur til en svo að hann gefur frá sér þetta klassíska, óþolandi suð nema ég leggi puttann á járndraslið sem er utan um formagnarann (sem er með 9v batterýi).
Mér dettur í hug að ég gæti þurft að jarðtengja hann eða eitthvað svoleiðis, þá dettur mér í hug að reyna að mixa smá koparvír sem myndi þá liggja inní honum, frá rafmagnsdraslinu og að E-strengnum (á stað þar sem það truflar ekki) eða eitthvað álíka. Spurning hvort það dugi sem jarðtenging.
Er einhver hérna sem kannast við þetta og/eða hefur einhverjar góðar hugmyndir?