Ef þið skiljið skammstafanirnar í titlinum þurfiði í rauninni ekki að lesa mikið lengra, en ef ekki, þá er vandamál mitt þetta:
Ég var að setja upp Photoshop CS2, og umþb. í upphafi þess ferlis fékk ég viðvörun um að þessi útgáfa af photoshop væri hönnuð fyrir win2k með einhver service pack, eða winxp með service pack 1 eða uppúr. Ég er ekki með neinn Service Pack, þannig að mig langaði til að spyrja ykkur hvort einhver hefði reynslu af þessu og vissi hvort þetta gæti valdið einhverjum vandræðum?