Sniðugt að hafa svona kannanir sem inspiration fyrir korka og pælingar.

Semsagt, mér finnst asnalegt að ætla sér að meðhöndla óendanleikann eins og hverja aðra tölu.
Ef við setjum t.d. X þarna í staðinn, þá sér það hver maður að:
x - 1 = x
gengur ekki upp.

Þessvegna hefði ég haldið að í rauninni ætti maður að segja að óendanleikinn (Ó) hætti að vera meðhöndlaður svipað, þe.:
ó - 1 = ó - 1 [en ekki "ó"]
hvorki meira né minna.

Ég veit að þetta er ekki í samræmi við það sem er kennt, en mér finnst það sem er kennt asnalegt!