Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Nicklaus
Nicklaus Notandi frá fornöld 18 stig

Re: Vantar bók!

í Golf fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég á reyndar bókina bæði á íslensku (gömul og góð) og á ensku. Ef ég væri þú myndi ég bara panta hana af Amazon.com. Hún heitir “Golf my way” og er efnismeiri en sú gamla íslenska, enda á hann mörg af sínum bestu árum eftir að sú íslenska kom út. http://www.amazon.com/exec/obidos/ASIN/068485211X/qid=1095327050/sr=ka-1/ref=pd_ka_1/002-0364942-3564813 Þetta er fín bók. En sú bók sem hefu gagnast mér best er “100% Golf” eftir David Leadbetter. Mæli 100% með henni :-)...

Re: Golfsett huganotenda

í Golf fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Driver: Callaway GBB II 10° YS-6 regular skaft Brautartré: Callaway The Duce 13° stálskaft Callaway Steelhead III 5 tré firm Callaway Steelhead III 7 tré stál Járnasett: Callaway Big Bertha 2002 4-PW(10) Wedgar: Callaway Big Bertha 2002 GW 50° Callaway Forged vintage SW 56° Callaway Forged vintage LW 60° Pútter: Odyssey White Hot 2Ball Kúlur: Titleist pvo-v1, Callaway HX tour, Top-Flite 3000 Feel og Pinnacle Exception. Hanski: FootJoy, Mizuno Skór: Ecco Tribal Galli: Zo-on buxur og Nike...

Re: Í fyrsta lagi!

í Golf fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Gaman að heyra í mönnum sem liggur eitthvað á hjarta. Það er oft svo djöfulli dautt hérna. Ég verð því að vera ósammála þér með forgjafarmálin, því helst vildi ég lækka mikið næst þegar ég fer að spila. Ég myndi amk. frekar vilja fá 40 punkta en 37! hehe Ef maður myndi spila þannig að maður fengi bara 1 til 2 punkta í hvert skipti tæki það mann mörg ár að fara að spila sómasamlega. Það er tildæmis mikið betra að vita að maður getur spilað kannski 5-10 höggum betur þegar maður er ekki upplagður. :-)

Re: Sammála.. léleg könnun

í Golf fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það væri reyndar gaman að reyna að “rate-a” vellina með vísindalegri aðferð. Flest okkar hafa einfaldlega ekki minnstu hugmynd hvaða völlur gæti verið bestur, því við höfum einfaldlega ekki spilað nema fáa velli. Flestir kjósa bara sinn heimavöll í svona könnun. Svo er það, hvað er góð flöt? Hvað er góð hönnun? Braut getur gerbreyst bara við það eitt að færa flaggið! Ég myndi segja að góður völlur þyrfti ekki bara að vera erfiður á meistarateigunum heldur hannaður þannig að tekið sé mið af...

Re: Forgjararútreikningur í Texas Scramble

í Golf fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég sé ekkert að því að Heiðar og Ingi vinni mótið á svona spileríi, 59 högg er frábært hjá þeim og erfitt að sjá hvernig þeir hefðu átt að spila betur. En það eru aðrir lágforgjafarkylfingar þarna í efstu sætunum sem voru ekkert að spila eitthvað rosa golf. Því er enn ósvarað hvernig þessir menn í 8. sæti hefðu átt að fara að því að vinna þetta mót (eða bara komast á topp 5). Til hvers á maður að eyða 6.000 kr. í að spila á móti sem er búið að úthluta verðlaununum áður en maður kemst á teig?...

Re: Forgjararútreikningur í Texas Scramble

í Golf fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Smá viðbót hérna. Af 10 efstu í mótinu fá 6 enga refsingu eða aukahögg þrátt fyrir þeir séu tveir að hjálpast að. Sem dæmi get ég nefnt hollið sem Siggi Hafsteins golfkennari var í fékk 5 í leikforgjöf en vallarforgjöfin hans er 0… NÚLL!!!! Fimm högg gefins fyrir hann! Þeir sem spiluðu best enduðu í 8. sæti. Þeir léku á 16 höggum betur heldur en forgjöf betri spilarans (71 og 15). Þeir sem lentu í 4. sæti (Siggi) spiluðu á 5 höggum betur en forgjöf betri spilarans (67 og 0). Hvernig áttu...

Re: Forgjararútreikningur í Texas Scramble

í Golf fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Það er rétt það er deilt með 5 en ekki 4. Það sem ég er auðvitað að meina er að við fáum mun lægri forgjöf heldur en venjulega. Þessir gaurar mæta eins og Heiðar Davíð í þessu tilfelli með vallforgjöf upp á +3.4(-3.4 eins og flestir skilja þetta) fær svo +1 í forgjöf í Texas Scramble og hefur svo annan af bestu kylfingum landsins til þess að hjálpa sér. Það er alveg eins hægt að leyfa þeim að sleppa að spila og láta þá hafa verðlaunin strax. Ég hef engan áhuga á að borga fyrir að spila í...

Re: slæs

í Golf fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Algengasta orsök slæss er svokölluð út-inn sveifla. Það er þú kemur niður á kúluna utanfrá og togar kylfuna til þín. Ef þú skilur eftir kylfufar getur þú séð að stefnan á því er ekki í átt að flagginu heldur aðeins til vinstri. Þegar þetta gerist kemur hliðarspuni á boltann þannig að hann byrjar að fljúga lítillega til vinstri en tekur svo sveig til hægri þegar hægist á boltanum og snúningurinn kikkar inn. Samskonar spuni kemur einnig á boltann ef kylfuhausinn er opinn á höggstefnu (þó að þú...

Re: DraumaSettið!

í Golf fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Vissuð þið að Callaway wedge-in eru hönnuð af Roger Cleveland. Þannig að menn eru í ákveðinni þversögn að segja að Callaway wedge-in séu rusl og Cleveland best í heimi. hehe

Re: Boltar ?

í Golf fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég er nú hálfgerð boltahóra :-) Mér finnst boltar eins og Titleist pro V1 og Callaway HX tour svo dýrir að ég hreinlega tími ekki að kaupa þá. Það er helst að maður freistist til þess að kaupa proV1 vatnabolta. Af ódýru boltunum þá finnst mér Top-Flite XL-3000 Feel (gulir pakkar) vera skemmtilegur. Precept Laddie er líka fínn og Pinnacle Exeption. Svo keypti ég reyndar Strata vatnabolta, 24 í pakka á 1195 kr. í Bónus um daginn (sama og tveir proV1). Mér finnst boltar sem eru eins og grjót...

Re: hvað er í pokanum ..??

í Golf fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Allt dótið mitt er Callaway: Great Big Bertha II 415, 10°, regular YS-6 skaft Warbird The Duce 2 tré (13°) stálskaft Steelhead III 5 tré graphite firm flex Steelhead III 7 tré stálskaft Big Bertha 2002 járn 4-PW stálsköft Big Bertha 50°wedge Callaway Forged 56° wedge, vintage finish Oddysey White Hot 2 ball pútter Er mjög sáttur við settið, væri helst til í að skipta tvistinum út fyrir nýrra brautartré, finnst hausinn leiðinlega stór á braut.

Re: Sleggjur

í Golf fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Þetta er allt spurning um hversu mikið þú ert tilbúinn að setja í þetta og hversu góður þú ert. Fyrir innan við 15.000 færðu fínan RAM driver sem hefur nokkuð góða umfjöllun. Fyrir 20-25 þús færðu m.a klassa drævera eins og Wilson Deep Red. fyrir um 30.000 kr. færðu m.a, Callaway Big Bertha dræver, Adams ofl. Fyrir 40+ færðu dýrustu afurðir þekktu merkjanna. Menn kaupa sér nú oftast driver í sama merki og járnasettið. Ég er t.d. með Callaway járn og var að kaupa mér Callaway GBB II 415...

Re: Breytingar á nesinu sumarið 2004

í Golf fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Er ekki enn þá meira “lame” að hafa ekki áhuga á golfi og hanga síðan inn á golfumræðunni á Huga?

Re: Breytingar á nesinu sumarið 2004

í Golf fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Ég er reyndar ekki í NK en bý í Vesturbænum. Ég verð að taka undir með Árna hér að ofan að klúbbarnir hugsa ekki nægilega vel að unglingastarfi yfir höfuð. Heyrði fyrir 2-3 árum af manni sem var í NK og gaf syni sínum golffkylfur í fermingargjöf. Þegar hann ætlaði að skrá hann í klúbbinn vildi klúbburinn ekki taka við honum. Þeir bentu honum á að skrá hann í GKG þar væri laust. Þar sem hann sá son sinn ekki fyrir sér að hjóla upp í Kópavog með settið á bakinum setti hann strákinn á...

Re: Breytingar á nesinu sumarið 2004

í Golf fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Það eru aðeins þrír vellir sem ná yfir 6 km af hvítu teigunum, og rétt slefa. Samkvæmt Golfhandbókinni 2003 er NK 5.396m af gulum teigum. Flestir betri vellirnir eru á bilinu 5.300-5.600m af gulum þannig að NK er ósköp normal í lengd. Vellirnir hér eru ekki eins og maður sér á PGA mótaröðinni, 7-8 km (guði sé lof!)

Re: Skemmtilegasti/besti völlur sem þið hafið spilað á

í Golf fyrir 20 árum
Mér minn heimavöllur Garðavöllur Akranesi vera sá skemmtilegasti. Hann er frekar erfiður og brautirnar vel hugsaðar, þ.e. glompur tré, og tjarnir vel staðsett. Svo er hann betur hirtur og í betra standi en flestir aðrir vellir. Það spilar kannski inn í að ég þykist kunna á hann (en get síðan ekki rassgat). Þar sem ég er kannski hlutdrægur vil ég nefna hraunið á Hvaleyrinni sem second choice, en hinar níu þar eru ekkert merkilegar. Oddur er líka á skemmtilegum stað en ástandið á vellinum er...

Re: Könnun

í Golf fyrir 20 árum
Ég hefði nú frekar orðað spurninguna “Hefur þú migið á golfvelli?”. Ég svaraði já en hef ekki endilega migið á brautirnar eða flatirnar, meira í skurðina og í rjóður. Bad luck fyrir þá sem hitta ekki á braut :-)

Re: 1. mai-mótið

í Golf fyrir 20 árum
Það er alger dauði hérna inni þessa dagana, þannig þið skuluð bara vera þakklátir að einhver nennir að skrifa eitthvað!

Re: Adams fleygjárn

í Golf fyrir 20 árum, 1 mánuði
Nota reyndar Callaway fleygjárn sjálfur en spilafélagi minn á 60° Adams fleygjárn og er drullugóður með það. Ef þú ert ekki að “safna” einhverju áhveðnu merki myndi ég kíkja á þetta. Gætir fengið þér 56° og 60° járn plús kúlur fyrir afganginn miðað við að kaupa dýrara merkið. Cleveland gerir einnig góð fleygjárn sem eru þarna á milli í verði.

Re: Hvernig er GR

í Golf fyrir 20 árum, 1 mánuði
Veit ekki með GR en það er ekki hlaupið að því að komast þar inn. Ég er í GL (uppi á skaga) og keyri bara á milli. Við erum þrír félagarnir sem förum oftast saman og skiptum gjaldinu í göngin á milli okkar (400 kr. með veglykli). Árgjaldið er aðeins 25.000 á ári sem kemur á móti ferðakostnaði. Völlurinn telst einn af bestu völlum landsins (Landsmótið 2004 er haldið þar). Ef þú skellir þér á daginn í miðri viku gætir þú jafnvel haft völlinn útaf fyrir þig (aðeins 350 meðlimir). Andrúmsloftið...

Re: Ný ónotuð Callaway Great Big Bertha 415

í Golf fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Gleymdi að taka fram að hun er 10 gráður með regular skafti.

Re: Big Bertha C4 til sölu.

í Golf fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Það vantar lykil upplýsingar eins og hversu margar gráður hann er og hvernig skapt er á honum. Svo er 25 kall í það mesta.

Re: Háværir driverar

í Golf fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Callaway C4 dræverinn er auðvitað lang hljóðlátasti dræverinn því hann er úr carbon (plasti). Callaway hætti reyndar að framleiða hann vegna þess að fólk vildi heyra pling! en ekki þonk! þegar það hitti boltann. C4 er sennilega mesta bargainið á markaðnum því Callaway eyddi 5 árum í rannsóknir og þróun á drævernum sem virkar vel en tók hann út af markaðnum vegna ónógrar sölu. Hægt er að fá nýjan C4 á umb. 10.000 kr. á Ebay. Á ekki C4 en hef spilað með einum sem sló svakalega vel með honum...

Re: Hefur Nike tekið allan kraft úr Tiger ?

í Golf fyrir 21 árum
Ímyndið ykkur bara ef TW skipti yfir í Callaway! Það væri nú fjör. Jah sei sei.

Re: Golf utan Reykjavíkur

í Golf fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég er mjög ánægður fjaraðili í Leyni Akranesi. Garðavöllur er að mínu mati einn af þrem til fimm bestu(og erfiðustu) golfvöllum landsins og án vafa besti golfvöllurinn sem hægt komast í á lágu árgjaldi. Ef menn eru hagsýnir, reyna menn að fara saman á bíl og þá er hægt að skipta veggjaldinu í göngin á milli sín. Það verður reyndar að viðurkennast að það er orðið mjög freistandi að skrá sig í GR (ef menn komast inn) þar sem auk Korpu og Grafarholts geta menn spilað frítt á Akranesi og Hellu....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok