Ég var að spila Texas Scramble ásamt félaga mínum í Bylgjumótinu sem fór fram núna um helgina upp á Skaga. Við félagarnir vorum með samreiknaða forgjöf upp á 7. Við spiluðum bara drullugott golf og komum inn á pari vallarins, 72 högguðum eða 65 nettó (7 undir). Það sem ég er að pæla í er að þegar við komum inn í skálann nokkuð spenntir var okkur góðfúslega bent á við þyrftum ekkert að hafa áhyggjur af því að komast í verðlaunasæti því menn væru komnir inn á 60 nettó. 12 höggum undir pari! Ok gott og vel þessir gaurar hafa spilað alveg hrikalega vel og flott hjá þeim. Reglurnar segja til um að leggja skuli saman forgjöf keppnisliðs og deila með 4. Það sem er aftur á móti það fyndna í þessu er að þetta voru gæjar með mínus forgjöf. Þannig var deilt í forgjöfina þeirra og þannig fengu þeir hærri saman heldur en í sitt hvoru lagi. Við með 18 og 10 máttum sætta okkur við 7 í forgjöf en þeir með -1 og -3 spiluðu með -1. Við hefðum reyndar ekki náð verðlaunasæti hvort eð er, en samt fáránlegt!