Materazzi er náttúrlega bara með grófustu leikmönnum boltans en það breytir því ekki að Zidane hagaði sér eins og smákrakki á vellinum í kvöld. Ég hef sjaldan séð annað eins, og það í lokaleik sínum með landsliðinu, sem vildi svo skemmtilega til að var úrslitaleikur HM! Materazzi hefur btw neitað að tjá sig um atvikið sem mér finnst virkilega skrýtið því ég vil vita hvað í ósköpunum hann sagði sem hafði svona sterk áhrif á Zidane. En annars, Forza Italia!