DHG - Supervillain Outcast kemur út á moonfog productions í september. Label sem ég hélt að væri dauður þar sem heimasíðan
þeirra hefur verið látinn vera óbreytt í yfir ár.
Ég er búinn að vera bíða síðan síðasti diskur kom út árið 1999 eða í 7 ár,
tími til kominn að eitthvað færi að gerast.
En því miður vantar lykilmenn í bandið eins og Svein Egil (prakkarinn á bakið snilldar bandið Fleurety)
sem kom rétt fyrir stílbreytingu DHG. Hann sá um tölvuvinnsluna.
Aldrahn, mjög sérstakur söngur hjá honum á 666 international, spilaði einnig á gítar.
Czral, sem sá um gítar og trommur. En hann er heilinn á bakvið hljómsveitirnar Ved buens ende og Virus.
En góðar fréttir frá honum, hann virðist vera búinn að jafna sig eftir fallið í mars í fyrra og er
byrjaður að spila á gítar aftur og í þokkabót hefur hann endurvakið Ved buens ende
og þeir munu gefa út disk á næsta ári.

Virðist eins og þeir hafa allir gefist upp á bandinu því um árið 2003 var Victonic eini
eftir af meðlimunum frá síðasta diski. Því er þetta í raun og veru ný hljómsveit fyrir utan
Vicotnik, sem mun spila á gítar (eins og vanalega) og syngja ásamt Kvohst úr Code (frá Englandi).
Tom Kvålsvoll og Kriss Eidskrem úr doom metal bandinu paradigma hafa gengið í lið við bandið á gítar
og bassa. Trommari sem ég hef aldrei heyrt um sem kallar sig Darn.
Það er eftir að tilkynna hver sjái um tölvuforitun í bandinu.

Þeir sem vita ekki um þetta band, er þetta Experimental Avant-Garde band með blackmetal áhrifum frá fortíð þeirra.
En fyrstu tveir diskar Dødheimsgard, eða DHG eins og þeir vilja kalla sig núna, voru black metal.
Til gamans má geta að black metal superstjarnan hann Fenriz spilaði á bassa (hef heyrt að hann hafi sungið
eitthvað líka en ég veit ekki hvað er til í því) á Kronet til Konge
(fyrsta disknum). Og Galder, faðir Old Man's Child sem hefur gefið einn besta disk í hráu black metal senunni
(sena sem hann hefur aldrei verið partur af fyrir utan þennan disk)
sem reyndar er demo en var seinna gefið út sem In the Shades of life á Hot records label í eigu Shagrath,
spilaði á gítar á satanic art EP en hann átti að vera preview diskur af 666 International. En af einhverru ástæðu
þá spilar Galder ekki á þeim diski.
Hljómsveitin er stofnuð 1994 í Oslo (Norge) af Aldrahn einnig þekktur sem Bjørn Gjerde og Vicotnik að réttu nafni Yusaf Parvez.

Afsakið en ég nenni ekki að fara yfir þetta, þannig ef þetta lítur eitthvað illa sett upp þá vitið afhverju.