Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Loftpúðar og ABS? Nei segir GM.

í Bílar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þegar um GM er að ræða þá er magnið svo mikið (þetta er jú stærsti bílaframleiðandi í heimi). Þó þú sérpantir þennan búnað þá er ekki verið að búa til bíl fyrir þig, það eru þúsundir/milljónir sem sérpanta bílinn eins og þú. GM hefur lengi boðið upp á það að þú sérsníðir bílinn eins og þú villt hafa hann. JHG

Re: Hvar eru töffararnir

í Bílar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég tek undir þetta, það er miklu betra að menn fari upp á braut og spyrni en að þeir séu að spyrna á götunni. Þó að við sem aðhyllumst brútal kraft frá V8 höfum kannski ekki gaman af að sjá Hondur og svoleiðis dót fara kvartmíluna á 17+ þá eru kannski einhverjir sem hafa gaman af því. Þeir byrja kannski í 17+ en á næsta ári komnir í 16, árið þar á eftir ??? og eftir nokkur ár eru þessir strákar kannski búnir að sjá ljósið og komnir á amerískan gæðing með V8 og rúlla spyrnuna á 10 ;)...

Re: Loftpúðar og ABS? Nei segir GM.

í Bílar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Sammála því að það sé ekki heimska að leyfa kaupendum að velja (þar sem ekki er um lögbundinn búnað að ræða). Margir eru á móti loftpúðum og ABS sem virkar ekki eins vel við allar aðstæður. T.d. veit ég um tilfelli þar sem að Grand Cherokee rann fram af blautri bryggju, hann bremsaði ekki neitt þar sem að það var ekkert viðnám. Loftpúðar hafa svo verið mikið í umræðunni vegna margra dauðsfalla sem er beint hægt að rekja til þeirra (þó þeir hafi eflaust bjargað fleirum en þeir hafa drepið)....

Re: Spurning???

í Bílar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nesradíó eru góðir en þeir klúðruðu samt einu fyrir mér (en löguðu það aftur án aukakostnaðar). Ég keypti af þeim þjófavörn í Transaminn fyrir nokkrum árum, virkaði fínt í nokkra daga. Svo keyrði ég af stað í rigningu (og notaði rúðuþurkurnar) þá pípti vörnin á nokkura sekúndna fresti. Ég skildi ekki neitt í þessu þangað til að ég drap á þurkunum, þá virkaði allt vel. Þeir höfðu þá tengt vörnina rangt og notað vír sem var fyrir þurkur, héldu að hann væri mínus en hann var plús (að mig...

Re: Eru dagblöðin að drepa okkur?

í Jeppar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
“það eru svo margir sem að kalla bíla sem að eru með lága drifi og á grind séu jeppar…..” Það er venjulega skilgreiningin að ef bíllin er með lágt drif þá sé hann jeppi (samt er eldgamli Subarúinn ekki talinn jeppi þrátt fyrir lágt drif). Ætli bíllinn verði ekki að hafa einhverja lágmarks veghæð líka til að teljast jeppi. Ef þú berð saman veghæð gamla “jeppans” og Grand Vitara þá er hún örugglega ekki ósvipuð (ágiskun). Grind er hinsvegar ekki skilyrði (t.d. Lada sport, Cherokee ofl.). Ég...

Re: Hjálp vandamál

í Bílar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það eru vetnlar á bremsukerfinu til að hleypa lofti út. Rétta aðferðin er að láta einhvern pumpa fyrir þig og standa á bremsunni. Þá opnar þú fyrir (og þá spýtist vökvi og loft út) og lokar aftur (mikilvægt að sá sem pumpar má EKKI sleppa bremsunni fyrr en þú ert búinn að loka aftur). Þetta er gert við allar dælur þangað til að ekkert loft er á kerfinu (og passa upp á að tæma ekki forðabúrið :) Það er einnig möguleiki á sumum kerfum að setja slöngu upp á ventlana, setja hana í fötu með...

Re: græjur, neonljós og kastarar.

í Bílar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þú ert þó ekki að segja okkur að camminn sé með neon ljósum!!!! JHG

Re: einn nýr á göturnar

í Bílar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hann veit það að það þýðir ekki að koma með svona á kvartmílunni. Ef við lýtum fram hjá staðreyndarvillum (sem yrðu strax skotnar í kaf) þá myndu menn strax fara að velta því fyrir sér hvaða bílar þetta væru og ef bílarnir hefðu verið til í raun og veru þá vita menn þar um flesta þá sem hafa átt bílinn og hver á hann núna. JHG P.s. ég þekki chrysler menn sem hittast reglulega (m.a. með HEMI), ætli þeir hefðu ekki gaman af þessari sögu :D

Re: Gamlir bílar

í Bílar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Líklegast best að auglýsa eftir svona á www.kvartmila.is eða skoða úrvalið á www.fornbill.is/Markadur.htm (þar er hellingur af dóti). Það var umræða um daginn á www.kvartmila.is um bílakirkjugarða út á landi sem gætu lumað á einhverju góðgæti :) JHG

Re: Fór að gefa blóð :0)

í Heilsa fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég er búinn að gefa blóð í ca. 30 skipti og mæli með því. Þegar ég er “kominn á tíma” þá fer ég að verða þreyttari og en eftir blóðgjöf þá líður mér miklu betur. Ekki skemmir svo fyrir að fá veitingar eftir blóðgjöf :) Því miður má ég ekki gefa eins og er(vegna lyfja sem ég er á) en bíð spenntur eftir að mega gefa. Ég byrjaði að gefa 18 ára og það er pabba að þakka/kenna, hann er nú orðinn hundraðshöfðingi :) JHG

Re: Flytja inn CRX

í Bílar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ef bíllinn kostar 350.000 í innkaupum þá eru tollar og vsk eftirfarandi: Innkaupsverð: 350.000 Vörugjald: 30% (af vélum 2000 og undir) Flutningsgjald: Er núll en verður að meta til tolls, skýt á 50.000 til tolls Vátrygging: ca. 1,5%, 5.250 kr. Spilliefnagjöld og annað er óverulegt. Vörugjald: (350.000+50.000+5.250)*30%=121.575 Stofn til álagningar vsk: 350.000+50.000+5.250+121.575=526.825 Vsk: 526.825*24,5%=129.072 Þinn kostnaður er því um 350.000+121.575+129.072=600.647 JHG

Re: Jæja...sko

í Bílar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hvernig getur hann gert sig að fífli þegar hann spyr um hlut sem hann veit ekki? Þegar ég gerði mína fyrstu vél upp þá vissi ég ekki neitt um vélar, en ég spurði og las mér til. Eflaust er hægt að ná nokkrum hestum aukalega með t.d. cold air intake, heitari ás (ef hann er til fyrir þessa vél) og allskonar dóti. Ég hef samt grun um að aflið aukist ekki mikið, það er helst að veskið léttist :( Svo getur þú farið þá leið sem er svo vinsæl í dag, setja himinháan spoiler, hrúfu af límmiðum og...

Re: Hugarar og jeppaferðir!

í Jeppar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Blazerinn er í sumarleyfi, ég held að ég fari nú ekki mikið út af malbikinu á Transaminum ;) JHG

Re: Ford Ranger

í Jeppar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég myndi segja að það væri til bóta, heilar hásingar eru yfirleitt betri í snjó en flexitorar fyrir utan að þær eru miklu sterkari. Afturhásingin hjá mér er líklegast jafngömul bílnum (20 ára GM 12 bolti) en allt dótið í henni er tveggja ára (í boði VÍS :). Það er örugglega eitthvað svipað í þessum Expoler, því er dótið í henni í raun yngra en bíllinn. JHG

Re: Diesel eða Bensín?

í Jeppar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
“hallóóó.. JHG hvar ertuu??” Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn :) Ég var að koma frá útlandinu (lenti síðustu nótt) og fór ekkert á netið þar. En í sambandi við Díesel vs. bensín: Bensín bílar eru yfirleitt skemmtilegri í venjulegum akstri, þeir eru snarpari og þurfa ekki að hafa áhyggjur af að orkugjafinn þykkni upp úr öllu valdi í kuldum (hægt að komast yfirvinna það með hitara í síum í dísel bílum). Ef þú villt gefa í og fá almennilegt spark í rassinn þá myndi ég velja V8...

Re: Alveg merkilegt...

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Olíuljósið kviknar ef olíuþrýstingur fer undir ákveðið lágmark (minnir að það sé um 7 psi). Það hefur því ekkert með olíumagn að gera. Það gæti verið að olíupungurinn sé að klikka og sé að gefa röng skilaboð (ódýrt að skipta um hann á flestum bílum) en það má einnig vera að dælan sé að klikka. Ef mótorinn er slitinn þá getur borgað sig að skipta yfir í þykkri olíu til að ná þrýstingnum upp eða nota bætiefni sem gera olíuna þykkari. Happy hunting :) JHG

Re: Land Cruiser 70

í Jeppar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
“Bestu bílarnir!” Það má vera (þó ég efist stórlega) en við erum að tala um jeppa hérna ;) JHG

Re: Álfelgu nudd:)

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
LOL, já afhverju datt engum í hug að gera það ;) JHG

Re: Bílar frá útlöndum

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
t.d. www.traderonline.com, hellingur af dóti frá USA. Ég efast um að þú fynnir Corolla GTI 88-92 á þeirri síðu enda borgar sig örugglega ekki að flytja svoleiðis dót inn (miklu ódýrar hér á klakanum ef hægt er að finna það). JHG

Re: Hrollur, Next-gen SUV

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
“Hælúxínn og Mússóinn ku vera bestir til slíks brúks” AAARG!!!! Ég get aldrei fallist á það að nokkuð skáki fákunum frá GM (ekki frekar en að heittrúaður múslími samþykki að Óðinn sé betri). Er ekki Mússóinn með klafa? Hásingarbílar eru miklu betri til breytinga. “CR-V inn finnst mér ekki ljótur sem slíkur…..Hann hefur einn galla sem fellir hann: Hann er jeppi.” er hann ekki jepplingur? JHG

Re: Álfelgu nudd:)

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hvort gula húsið ;) JHG

Re: Væl í ykkur bílamönnum...

í Bílar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Missti ég af einhverju? Vorum við eitthvað að kvarta? Ef við brjótum af okkur og náumst þá verðum maður að sætta sig við það. Hinsvegar hefur það oft komið fram að löggan á ekki að vera í feluleik (og má það víst ekki). Frekar á hún að vera sjáanleg til að halda niðri umferðarhraða en að liggja í leyni til að ná sem flestum. JHG P.s. er komið tröll í heimsókn ;)

Re: Mercedes Benz Gelandewagen.

í Jeppar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ef læsing er ekki OEM þá er er hægt að fá þær í flesta jeppa, ég er með diskalæsingar að framan og aftan (virkar sem 100% að aftan, kemur ekki strax inn að framan) og flestir alvöru jeppar eru með 50/50 deilingu. Ef þú vilt raskella Land Cruiser fyrir lítinn pening þá jafnast fátt á við breyttann willy´s (hann er bara ekki nógu skemmtilegur ferðabíll). En ég get skilið það að vilja vera á öðruvísi bíl en aðrir, Benzinn er mjög öðruvísi, hann er traustur og á að virka ágætlega. Ég hef aðeins...

Re: Mercedes Benz Gelandewagen.

í Jeppar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ertu loksins að sjá ljósið bebecar ;) Þessir bílar eru taldir vera nokkuð sterkir og ættu að vera ágætis kostur, ég get hinsvegar (trúar minnar vegna, GM að eilífu) ALDREI fallist á að þetta sé lang besti kosturinn, né besti jeppinn, það er að sjálfsögðu GM TRUCKS!!! ;) Ef þú ætlar að hafa bílinn óbreyttann þá er þetta örugglega ágætt (kæmi mér samt ekki á óvart að það væru dýrir varahlutir í þá), en það er yfirleitt ódýrast að fá hluti í Ameríska jeppa (þ.e. þá gömlu og góðu frá USA)....

Re: Nissan Terrano SE "90

í Jeppar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Foreldrar mínir áttu gamla Terrano (var hann kallaður SE90?) turbo dísel. Þetta var sterkur bíll en óttalegur traktor (eins og aðrir Nissan jeppar). Þekki einn sem átti gamla Terrano og á núna Terrano II, hann segir að gamli hafi verið betri. Ég held að það séu fáir gamlir Terrano bílar, flestir voru tveggja (þriggja) hurða og voru kallaðir Pathfinder. JHG
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok