Sæl jeppafólk!

Ég hef verið að spá í ódýran jeppa í nokkur ár (til að eiga með fjölskyldubílnum) og var alltaf að spá í 15-20 ára gamla Land Rover bíla. Ég er hinsvegar á því að þeir séu bæði of máttlausir og of dýrir.

Augu mín opnuðust því fyrir öðrum möguleikum og mér sýnist á öllu að G benzinn sé lang besti kosturinn. Því miður hef ég enga reynslu af svona tæki en þekki tvo sem hafa átt svona bíla og þeir segja að þetta séu ótrúleg tæki.

Því spyr ég ykkur álits á þessu.

Það eru nokkur atriði sem standa uppúr. Þeir eru frekar léttir og mjög sterkbyggðir. Þeir eru með 100% vökvadriflæsingar að framan og aftan og jafnvel með læsingu á milli fram og aftur öxla 50/50… Það er hægt að fá góðan snorkel á þá líka.

Eru þetta ekki góðir kostir og eru einhverjir aðrir jeppar sem eru kannski betri en þetta. Nú er ég ekki vanur maður (hef þó farið í nokkrar ferðir) og vil því ekki eitthvað sérsmíðað tæki sem ég kann ekkert á.
Ég vil bara óbreytta bíla (mesta lagi 33") því ég mun nota þetta mest að sumarlagi og kannski eitthvað í vetrarferðir en engar jöklaferðir.

Endilega látið mig vita með hvað ykkur finnst gáfulegast. Eru þetta bestu 4x4 bílarnir eins og Benz menn segja eða…..?

PS… ég get fengið mjög góðan bíl á vel innan við milljón. Stefni sennilegast á 300 GD en það er eitt af því sem mig vantar ráðleggingar með líka… bensín eða dísel og þá hvaða vélar.

Plís…. svarið mér :)