Ég bara skil ekki þetta endalausa væl í hluta ykkar bílamanna um að “löggubílar séu voða vondir að fela sig þegar þeir eru að mæla”.
Þið segið margir að þetta megi ekki og þeir verði að vera vel sjáanlegir. Nú veit ég ekki hvernig lögin eru en mér finnst þetta frekar einfalt: Ef þú brýtur ekki lögin þá hefuru enga ástæðu til að vera að kvarta! Hættiði bara að keyra of hratt! Það er nú einusinni bannað og ykkar væl um “að keyra eftir umferðarhraða” hefur ekkert að segja um það.
Ég bara skil þetta væl ekki, getiði útskýrt það eitthvað betur fyrir mér?

Zedlic