“Harður árekstur á hættulegum gatnamótum.

Jeppi og fólksbíll skullu harkalega saman á gatnamótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar við Rauðavatn um miðjan dag í gær.”

Þetta er hluti af frétt sem var í mogganum í dag og segir hún skýrt og greinilega að jeppi og fólksbíll hafi lent í árekstri, en þegar maður sér myndina þá kemur annað í ljós.

Honda CRV og Honda Accord.
Ef þessi mynd hefði ekki fylgt þá hefði maður auðveldlega getað ímyndað sér stórann 38“ breyttan jeppa búinn að jarða lítinn Matiz. Er þetta eitthvað sem þarf að fara að kenna blaðamönnum dagblaðana, muninn á jeppa og jeppling. Gaman væri að vita hve oft þessi mikilningur hafi komið fram í blöðunum og dregið almenningsálit á ”breyttum jeppum“ niður í svaðið.
Jeppi og jepplingur er engan vegin sambærilegur hlutur eins og ég skilgreini jeppa. Þegar ég hugsa jeppi þá er það eitthvað í líkingu við 35” hilux að lámarki ekki 1200kg Honda CRV.