Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Fleiri spurningar

í Tolkien fyrir 20 árum
1. Gandalf. 2. Thorin Oakenshield. 3. Bill the Pony (Keli). 4. Elladan og Elrohir. 5. Nenya. 6. Ummm… man ekki nákvæmlega hvað fjallið hét… var það Caradhras? Allavega í The Misty Mountains. :) 7. Angmar. 8. Kheled-zaram. 9. Álfarnir smíðuðu það, Fróði ber það. 10. Belfalas-flóa. 11. Morgul-blade var það víst kallað…<br><br>Aiya Eärendil Elenion Ancalima!

Re: ROTK á dvd??

í Tolkien fyrir 20 árum
Ég sver það! Hann lítur út alveg eins og ofsteikt marshmallow. :D<br><br>Aiya Eärendil Elenion Ancalima!

Re: loðnir karlmenn, turn off or turn on ?

í Tilveran fyrir 20 árum
Loðnir karlmenn eru bara karlmannlegir! ;)

Re: ROTK á dvd??

í Tolkien fyrir 20 árum
Þetta er tóm steypa… En hitt er hinsvegar rétt að þessi nöfn sem þú nefnir eru reyndar nöfn á nokkrum aukaleikurum í ROTK. John Bach er t.d. sá sem leikur Madril, sidekick-ið hans Faramirs í Osgiliath (þessi sem sagði: “You know the laws of our country, the laws of your father. If you let them go your life will be forefeit”), og sem var síðan drepinn af marshmallow-ógeðinu. :'( Sadwyn Brophy er nafnið á litla krílinu sem leikur Eldarion, son Arwen og Aragorns, sem Arwen sér í sýninni....

Re: Bruce Dickinson - Accident Of Birth.

í Metall fyrir 20 árum
Fín umfjöllun um alveg frábæra plötu! :) Þótt ég sé sammála Íkorna um það að The Chemical Wedding sé betri, þá er Accident of Birth alveg þrælgóð. Á mínu eintaki er eitt aukalag, “Ghost of Cain”, ágætis lag. :) Textarnir á þessari plötu eru líka ansi góðir. Maður sér að Bruce er mikill pælari (eins og kemur líka oft fram í mörgum viðtölum við hann).

Re: ROTK á dvd??

í Tolkien fyrir 20 árum
Eitthvað segir mér að hér sé um bootleg að ræða… ;)<br><br>Aiya Eärendil Elenion Ancalima!

Re: Mögulegur stór spoiler um Star Wars 3

í Sci-Fi fyrir 20 árum
Nákvæmlega það sem ég var að hugsa! Í ROTJ sagði Leia við Luke að hún muni eftir mömmu sinni, sem hefði dáið þegar hún var mjög ung. Hún sagði að hún hefði verið mjög falleg, góð en döpur. Þá segir Luke við Leiu að hann muni ekkert eftir mömmu sinni… hann hafi aldrei þekkt hana. Hmmm… eitthvað stemmir ekki… En áhugaverðir spoilerar samt. Gæti orðið ansi góð mynd… :)

Re: fóstran

í Tolkien fyrir 20 árum
Hér er tengill um þessa ágætu konu. :) http://www.mbl.is/mm/mogginn/andlat_formali.html?id=103280 Megi hún hvíla í friði. :'(<br><br>Aiya Eärendil Elenion Ancalima!

Re: Auka tónlekar hjá Deep Purple?

í Gullöldin fyrir 20 árum
Jæja, ég er búin að tryggja mér miða á aukatónleikana með Deep Purple. Go me!!! :D Og vil um leið benda á að það eru ennþá eftir einhverjir miðar á Hard Rock. Svo drífið ykkur. :D

Re: Nokkrar fisléttar spurningar.

í Tolkien fyrir 20 árum
Endilega! Alltaf gaman að spreyta sig. :D

Re: Nokkrar fisléttar spurningar.

í Tolkien fyrir 20 árum
Ummm… var það ekki þannig að álfarnir kölluðu Gandalf Mithrandir, og mennirnir (og hobbitarnir) kölluðu hann bara Gandalf? Held að það hafi verið þannig. Gondor-búar kölluðu hann hinsvegar stundum Mithrandir, vegna aldagamalla tengsla við álfana…

Re: Nokkrar fisléttar spurningar.

í Tolkien fyrir 20 árum
Ég ætla að spreyta mig… 1. Old Man Willow… náði held ég bara Merry & Pippin þó… 2. Farmer Maggot. 3. Ef þú ert að meina Harad, þá er það Incánus held ég. 4. Arathorn. 5. Bill Ferny… átti heima í Bree og var held ég einn af þessum Ruffians… 6. Austri. 7. Hellatröll (cave troll). 8. Crebain frá Dunland. 9. Galadríel, Sarúman, Gandalf, Elrond og… annaðhvort Círdan eða Radagast? 10. Mithril. 11. Edoras. 12. Pass… 13. Orthanc. 14. Ummm… man ekki alveg, en allavega úr norðri. 15. Caras Galadhon.

Re: Vonbrigði á byrjun FOTR

í Tolkien fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það var nú lítið! :) Annars talandi um fanfic, þá hef ég rambað inn á hinar og þessar LOTR fansíður, þar sem má t.d. finna ýmsar fanfics. Og margar þeirra eru bara alls ekkert slæmar, bera þvert á móti vott um það að viðkomandi séu vel heima í Tolkien-fræðunum (sem er náttúrulega algjört möst ef maður ætlar að skrifa góða fanfic). Fullt af góðum pennum þarna úti. - Eru annars einhverjir hér sem hafa gert tilraun til að skrifa LOTR fanfic? ;) Væri gaman að heyra það…

Re: Vonbrigði á byrjun FOTR

í Tolkien fyrir 20 árum, 1 mánuði
Gott að ég er ekki sú eina sem saknaði Fatty Bolger! :D Gott innlegg annars Dernhelm. :)

Re: Vonbrigði á byrjun FOTR

í Tolkien fyrir 20 árum, 1 mánuði
Fyrir utan það að hobbitar eldast hægar en manneskjur… þeir t.d. verða ekki lögráða fyrr en 33 ára. ;)

Re: Deep Purple - Miðasala

í Gullöldin fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég tek undir þetta. Ég var búin að ætla mér að fara á þessa tónleika, og var búin að ákveða að fara strax um hádegið í gær og ná mér í miða (þar sem ég er vinnandi manneskja er ég ekki í aðstöðu til þess að hanga klukkustundum saman í biðröð). En svo var barasta uppselt… Já og ég er algjörlega sammála því að þetta er heljarinnar klúður með þessa miðasölu… bara fáeinir miðar sem standa til boða “almenningi” (þ.e. þeir sem eru ekki í “forréttindahópum” á borð við MasterCard hafa o.s.frv.) Og...

Re: Dreggjar dagsins.

í Bækur fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég hef ekki lesið þessa bók enn, hinsvegar sá ég myndina á sínum tíma (Remains of the Day með Anthony Hopkins og Emmu Thompson). Mjög fín mynd.

Re: Vonbrigði á byrjun FOTR

í Tolkien fyrir 20 árum, 1 mánuði
Já, ég er alveg sammála með Pippin; hann er ekkert alveg eins vitlaus í bókinni eins og í myndinni. Og síðan í ROTK kemur hann sterkur inn og virkilega sannar sig (og þá finnst mér eins og Merry falli soldið í skuggann af honum). Fyrir utan það að Pippin er enginn hálfviti; hann er bara unglingur (á hobbitamælikvarða).

Re: Vonbrigði á byrjun FOTR

í Tolkien fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég er að mörgu leyti alveg sammála þér Boggi35… mér finnst sérstaklega að það hefði alveg mátt koma fram allt þetta með samsærið, og hvernig Merry var búinn að plotta þetta allt (ásamt Sam & Pippin). Sem minnir mig á það, að mér fannst eiginlega hálf illa farið með Merry í myndunum, hann var allt of mikið “Pippiníseraður” ef þið skiljið hvað ég meina (ekki misskilja mig, ég elska Pippin). Svo var eiginlega hálf asnalegt hvernig þeir M & P eiginlega eins og álpuðust með S & F (í bókinni voru...

Re: Keira Knightley

í Fræga fólkið fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Aha, svo hún var ein af hirðmeyjunum í Phantom Menace? Góð grein annars. :) Ég vona bara að hún nái sér að fullu af anorexíunni… :/

Re: Hilmir á Óskarnum og ROTK gagnrýni

í Tolkien fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hæ! Ég ætla aðeins að fá að tjá mig… :) Mér fannst Return of the King alveg dásamleg mynd (er búin að fara 4 sinnum á hana og hágrenjaði í öll skiptin). Mér fannst þetta langsamlega besta og átakanlegasta myndin af þeim þremur (þótt hinar hafi verið algjör snilld líka), og ég er algjörlega ósammála því að endirinn hefði verið of langur. Ef eitthvað er, þá fannst mér hann allsekki nógu langur (hehe)! Það var jú verið að enda alla trílógíuna og ekki bara þessa einu mynd. Hinsvegar viðurkenni...

Re: Gefumst ekki upp !

í Tolkien fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég myndi segja að þá teljist menn byrjendur í Tolkien, og ef menn hafa bara séð myndirnar og ekki lesið bækurnar, þá eigi menn bara mikið eftir! :) Annars trúi ég því að Tolkien áhugamálið eigi eftir að lifa af. Ég sjálf er sosum enginn byrjandi þannig lagað, það er langt síðan ég las LOTR fyrst (í kringum 1989). Hinsvegar þegar myndirnar komu þá fór ég að lesa allar þrjár bækurnar aftur, og það er alveg ótrúlegt hvað maður getur gleymt miklu… :D Þetta er bók sem maður þarf að lesa mörgum...

Re: Fantasíuhöfundar

í Bækur fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég mæli líka með Ursulu LeGuin, og Earthsea seríunni hennar. Hún hefur líka skrifað fleiri bækur (aðallega sci-fi/fantasy), t.d. Left Hand of Darkness. Á að vísu sjálf eftir að lesa hana, hef bara lesið Earthsea seríuna. En ef þú fílar Tolkien, þá er hún fyrir þig. ;)

Re: Snilld

í Tolkien fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ha ha… Sem hobbiti heiti ég Prisca Knotwise of Whitfurrows, og sem álfur heiti ég Isilwen Pallanén. Finnst nú hobbitanafnið flottara (enda er ég óttalegur hobbiti inni við beinið, hehe).

Re: Frábært framtak!

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hey Steini, ekkert svartagallsraus hér!! ;) You gotta have faith… ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok